Blanda - 01.01.1928, Page 223
217
ýmist hvít eÖa blá eÖa blámenguð, nærsokkar úr ull
er náðu upp á hné, aðrir ytri, náðu upp á mjóalegg.
Allt úr ull. Skór ýmist úr sauðskinni eða leðri, og
hnýttir bæði á rist og mjóalegg. Að ofan ófóðraðar
úlpur úr sauðsvörtu vaðmáli, einhnepptar. Nærpeysur
voru prjónaðar og vel þæfðar, optast bláar með hvít-
um bekk að ne'ðan. Þær voru hafðar sem milliskyrt-
ur. Voru afar hlýjar. Höfuðföt ýmist röndóttar húf-
ur úr ull, prjónaðar, með skotti og litlum skúfi í, alla-
vega litar; líka höfðu sumir prjónaðar hettur, sem
huldu allt höfuðið ofan á háls, nema andlitið, svo sem
kinnbein, augu og nef. Optast voru þær uppbrotnar
og fóru þá vel. Buxur voru úr svörtu vaðmáli, með
loku framan á, er hnepptist á báðar hliðar, líka ein-
hnepptan og stundum tvíhnepptan bol, sem kallað var
vesti. Þetta var hversdags búningur pilta. Menn gengu
opt í tómum nærbuxum vor, sumar og haust; þótt-
ust léttari til gangs, því þá gengu menn meira en
riðu. Ferðabúningur karlmanna var líkt og áður var
um getið, nema hvað ytri föt voru öll lituð, ýmist
úr sortulyngi, er sumir kalla lúsalyng, og dökkum
jarðarleir, senr heitir sorta. Þessu var blandað saman
eða soðið. Yztu buxur voru kallaðar reiðbuxur. Þær
voru hnepptar upp að hné, en sumar upp í gegn, með
mislitum kanti, er hnezlur voru á. Yzt klæða var
stór kápa nær skósíð, og afar víð, með herðakraga
er tók niður á herðablöð, og var kölluð kafeyja. Höf-
uðföt voru flókahattar, oturskinnshúfur, blankhattar
(þeir voru glerharðir og glaseraðir og þoldu ekki
sveigju). Þá þóttu menn mannborlegir á velli, ekki sízt
á hesti, og líktust þá fornmönnum, ekki sízt ef þeim
þótti og höfðu smakkað vín, því þá var drykkjuöld
og lundin nokkuð dvrslega hörð. Til fótanna voru
menn í skinnsokkum, en sumir þó í stígvélum, og
heldri menn í stórum stígvélum, er náðu upp á mitt