Blanda - 01.01.1928, Page 225
219
fólk, pilsin úr sama. Herðakraga brúkuðu suniar, alla-
vega lita og baldýraða. Líka voru brúkaSir bolir inn-
an undir peysunum, allir borðalagÖir og baldýraÖir, og
þótti þaÖ skrautlegt fat, því konur kunnu þá vel aÖ
knipla og baldýra, sem óvíða sést nú. Þá voru brúk-
aöar dúksvuntur, allavega litar og vel ofnar. Sumar
höföu herðaklúta danska, er kostuÖu 9 mörk, eÖa 3
krónur. Þótti þaÖ mesta prýði. En á hátíðum og til
altarisgöngu var íslenzki búningurinn hafÖur, þær
sem áttu, og allir kannast viÖ. Kvennaskart var mikið
og fagurt, í gulli og silfri, svo sem mittisbelti, og
eyrnahringar meÖ löngum lokkum niður úr, eða öðr-
um málmi með gullslit. Líka áttu konur prjóna með
mörgum laufum, allavega krotuðum, bæði í sjölum
sínum og víðar, og stásshringa á fingrum með hjóna-
hringnum. Líka áttu þær hluti, er kallaðir voru des-
hús, sem geymdu í sér gott lyktarefni. Þau voru úr
gulli og silfri, og þóttu afarmikið stáss. Sumir karl-
menn höfðu hringa í eyrum, helzt sjómenn. Þá báru
fáar konur frúartitil, nema þær sem áttu hæst stand-
andi menn, svo sem amtmenn, biskup og það sem
kóngur veitti, eða þeir, sem keyptu titlana, — og
heyrði eg sagt, að þurft hefði að borga það. Þá voru
embættismannakonur kallaðar madömur, svo sem
presta og prófasta, sýslumanna 0g jafnvel kaupmanna,
en flestar aðrar máttu krýnast bændakonu-titlinum
kona. Nú er flest orðið breytt við það sem var, svo
sem þetta, því að nú er hávaðinn af konum á land-
inu kallaður frúr, og væri lagður skattur á þá titla,
mundi það nema stórri upphæð. En þá grunar mig að
fækkuðu frúartitlarnir hjá sumum konunum. Eg held
þessi titill sé sá hæsti, nema að heita drottning. Þetta
er hrein sannfæring mín, en ekkert gaman.
Engar voru kynbætur á skepnum á þeim dögum.
Þó vildu menn eignast fallegar skepnur. Enginn toll-