Blanda - 01.01.1928, Page 227
Brúðkaupsveizlur í Skagafirði um 1850.
Eptir Sigurð Pétursson á HofstöÖum.
Þegar boÖsfólkið var komiÖ á bæ þann, er veizl-
an átti að vera, fór brúðguminn, eða einhver fyrir
hann, að útvega frammistöðumenn, ekki færri en
tvo, opt fleiri. Þeirra verk var að leiða fólk til sætis,
bera allt á borð og af því, og veita allt vín. Stund-
um voru sérstakir menn, sem veittu vínið, og þá kall-
aðir kjallaramenn. Mjög óvíða voru þá þiljaðar stof-
ur, svo veizluhúsin voru optast skemmur, engu minni
en nú eru. Opt þurfti tvær, stundum þrjár. Þær voru
vanalega tjaldaðar undir bitum, gafl og hliðar, með
áklæðum, þau voru með myndum, stöfum og rósum.
Áklæði hafði hver kvennmaður i sínum söðli. Flestir
vildu hafa brúðkaup sitt á vorin, þegar bjart var um
nætur og jörðin græn. Borðum i skemmum þessum
var þannig hagað: Nálægt gafli hússins stóð borð
hæfilega langt, eptir breidd hússins, á breidd eins
og nú gerist. Það var kallað háborð og var fjórum
til tíu þuml. hærra en borðin, sem voru inn og fram
með báðum hliðum. Þau voru mjó; eitt borð breitt.
Þá taka frammistöðumennirnir að setja fólkið, sem
kallað var. Brúðurin situr fyrir miðju háborði að
innan, brúðgumi við hlið hennar, þá foreldrar eða
tengdaforeldrar, þá systur og bræður, og frændur.
Við hina hlið brúðarinnar sat sá, sem mestur var virð-