Blanda - 01.01.1928, Side 228
222
ingamaÖur, optast presturinn, og svo me'ð mikilli ná-
kvæmni hver niður frá öÖrum, eptir mannviröingum,
á báða bekki. Þetta hét brúÖarhús, þar var úrvalið
úr fólkinu, ef ekki komust allir í eitt hús. Hreinn og
hvítur dúkur var á borðunum, og hnífapör hjá hverj-
um manni. Þá var borinn á borðin grjónagrautur í
stórum skálum og tinfötum. Átu þá opt margir úr
sama iláti. Grauturinn var úr mjólk, möluðum grjón-
um og rúsínum, og sæt mjólk út á. Nú var sunginn
borðsálmur. Einhver sagði með fáum orðum gestina
velkomna. Þegar allir höfðu neytt þess, er þeir vildu,
var þetta borið burt. Nú var lagður diskur fyrir
hvern mann, og hjá hverjum diski þrjár pottbrauðs-
sneiðar, þrjár lummur og ein vafla. Brauðið, sem lagt
var hjá diskunum, tóku konur opt heim með sér
og gáfu krökkunum ; það þótti rétt og eðlilegt. -— Svo
var borið niðursneitt hangikjöt á stórum tinfötum,
smjör og hangiflot á minni diskum. Nú var farið
hægt að öllu, skrafað og sagt frá ýmsu. Þrisvar var
farið með bekkjunum og veitt brennivín þeim er vildu,
en hinum mjöö, extrakt eða messuvín. Þegar enginn
vildi meira af þessu, var sunginn borðsálmur. Svo
stóð upp sá, er til hafði verið fenginn að segja upp
samsætinu. Þar með var fyrir hönd brúðhjónanna
gestunum þökkuð ánægja og virðing, er þeir hefðu
sýnt þeim, gestirnir beðnir aö hraða ekki heimför, en
skemmta sér og þiggja það, er boðið væri o. f 1., o. fb
Nú var farið að skemmta sér, og flestir að drekka
meira eða minna. Menn máttu kjósa, hvort þeir vildu
púns eða brennivín. Það var glímt, spilað, teflt, sung-
ið, kveðið, sagðar smásögur eða. skrítlur, sem opt
voru frá lesta- eða verferöum, sem voru mjög fjöl-
farnar af þeim, sem þá voru rosknir, stundum eitt-
hvað frá Hólum. Opt beið konan meö mikilli þolin-
mæði eptir bónda sínum drukknum. Þá sagði gamalt