Blanda - 01.01.1928, Page 231
225
skapi. í Gagnstaöarhjáleigu var hann einu sinni. Þá
bjó Einar digri Magnússon i NjarSvík1). Þeir voru
kunningjar og skrifuSust á. Heyrt hef ég kafla úr
bréfi, sem hann eitt sinn skrifaÖi Einari; hann er
svona: „Sagt er að séra hafi sönglað á sunnudag-
inn um það, að uppræta skyldi illgresið úr akrin-
um, en sú gamla örn2) mun hreiðurföst sitja og halda
arni2) fyrir hvers manns takk“ . . . .3) sagði honum
frá, að rekið hefði bugspjót á sandinn. Fleira heyrði
eg ekki úr bréfi þessu.
Seinast æfi sinnar var hann á Hjaltastað hjá Guð-
mundi presti syni sínum. Jón lærSi varð gamall mjög,
níræður eða meir4). Þá hann var kominn að ní-
ræðu5), sótti hann fótakuldi mikill, svo kvenmað-
ur var látinn vera á fótum hans til að verma hann,
en svo fór, að hún varð ólétt eptir hann. En þá hann
varð þess var, fékk hann þvílíkt hatur á henni, að
henni var ekki við vært, svo að hún var látin burt, og
sett í hrosshús, sem prestur átti út á eyjum á Engi-
lækjarhólum; þar sér enn tóptina. Þar fæddi hún
barnið, piltbarn, sem hét Jón, og kallaði sig „litla
lærða". Hann varð garnall og riðaði alla æfi sína.
Þá hann var nýfæddur, tók hann ógurleg flog, og
eignuðu menn það töfrum föður hans. Jón litli lærði
þóttist margfróður, og vildi láta virða sig mikils.
Hann var eitt sinn látinn stika dýpi í Lagarfljóti að
utan alla leið upp í fljótsbotn. Aldrei var hann við
konu kenndur og átti ekki barn, en tíðum vildi hann
þukla um kvennfólk, þá hann fékk færi. Eitt sinn
J) Hann var lögréttumaður í Múlaþingi, dó um 1677
uni nírætt.
2) Svo.
3) Ógreinilegt.
4) Réttast mun, aS hann hafi dáið 1658, 84 ára gamall.
5) Líklega réttara hátt á áttræðisaldri.
Blanda IV. IS