Blanda - 01.01.1928, Page 232
226
þá hann var orÖinn gamall og blindur, var hann
staddur á Kirkjubæ á helgum degi í mannfjölda;
hafÖi hann sig til kvennfólks eptir vana, en Ólafur
nokkur bóndi á Litla Steinsvaði gerði honum þá
brellu nokkra blindum, og varð karl þá afarreiður,
sagði hann nyti þess, að hann væri blindur, en hefði
hann haft sjónina, þá skyldi hann hafa drafnað all-
ur sundur, þar sem hann stæði. Fleira hef eg ekki
heyrt af Jóni litla lærða.
Áður en Jón lærði, faðir hans, dó gekk hann út
í kirkjugarð (á Hjaltastað) og lagði sig niður að
hverju leiði í garðinum, en hvert sinn, er hann stóð
upp, sagði hann: „Hér eru ofmargir.“ Þetta lét hann
ganga kringum kirkjuna, þar til hann kom fyrir
kirkjudyr. Þar voru engir fyrir, og þar sagði hann
að grafa sig undir arinhellunni og lagði fyrir, aS sorp-
ið úr kirkjunni væri látið á helluna, ekki mundi þurfa
að skipta sér meira af því. Hélzt sá siður lengi á
Hjaltastað, að sorpið úr kirkjunni var látið á hell-
una, en ætíð horfið, þá að var gáð.
Sigríður kerling, kona Jóns, lif'öi nokkur ár eptir
lát hans. Þegar Brynjólfur biskup fór i kirkna-
skoðun i Austfjörðu, var hann lengi dags á tali við
kerlingu, þótti hún margfróð og skemmtin. „Að einni
spurningu dirfist eg að spyrja yður, herra!“ sagði
kerling, „eg ætlaði að tólf andar hefðu átt að vera
kringum höfuð yðar, en eg get ekki séð nema ellefu.“
„Rétt segir þú,“ kvað biskup, „en að þessu hefur
enginn gáð nema þú. Þá eg var utanlands, sendi eg
þá tvo inn í Sviaríki, en ekki kom nema annar apt-
ur.“ „Svo er sem þér segið, herra!“ kvað Sigga.
Eitt sinn festi Guðmundur prestur konu i sæti 1
kirkjunni, sem honum þótti ganga að óþörfu úr
kirkjunni, en gat ekki losað hana aptur, svo hann
bað móður sina liðs. Þá sagði kerling: „Illt að gera,