Blanda - 01.01.1928, Page 235
229
sem setti hann yfir jar'ðir sínar í Austfjörðum.
Hann bjó fyrst í Ási í Fellum, síðan í Bustarfelli,
eignarjörð sinni. Illt þótti kotbændum ofurvald hans.
Þess er getið eitthvert sinn, þá hann var í velgengni
sinni á Bustarfelli, að hann fór að heiman; hann
reið með spora, eins og þá var títt heldri mönn-
um, og reið um hlað á bæ einum í Vopnafirði;
þar sat karl örvasa úti undir bæjarvegg. Bjarni reið
mikinn í hlaðið og setti sporana í karlinn, um leið
og hann þeysti framhjá honum. Karl leit við hon-
um og mælti:
Líttu á hvernig lukkan hröð
laglega kann að stíma,
hugsaðu maður, hornístöð
hefurðu einhverntíma.1)
Karlinn lagðist eptir þetta og dó. Bjarni átti dótt-
ur, er Þorbjörg hét2). Maður hét Jón, kallaður
kampur, hann bjó í Syðrivik. Hann var ríkur mað-
ur og átti tvær dætur, er héldu sér mikið til í klæða-
burði og ýmsu skrauti, en á orði, að þær hefðu ekki
„hrein höfuð“3). Eitt sinn í samkvæmi fjölmennu,
sem haldið var í Vopnafirði, er þess getið, að dóttir
sýslumanns hratt faldinum af höfði annarar dóttur
Jóns kamps í fjölmenni. Út af þessu urðu stórmál,
og varð Bjarni undir í öllum, svo hann varð síð-
ast öreigi og reið við hornístöð. Eitt sinn kom hann
í Vopnafjarðarkaupstaö, þá hann var kominn í vesal-
1) Vísa þessi er af sumum eignuð séra Hallgrími Pét-
urssyni, er hafi kveðið hana við oflátung, er veitti presti
averka með sporunum, er hann reið framhjá honum.
2) Hún varð s. k. Eiriks Oddssonar á Fitjum og móð-
lr Odds annálaritara.
3) þ. e. hefðu geitur.