Blanda - 01.01.1928, Page 236
230
dóm1.) Fór þá einhver til kaupmanns og sagSi
hann Bjarni Oddsson væri kominn, hvort ekki ætti
að hjóða honum (inn). „Nei,“ sagði kaupmaður,
„Bjarni var, en Bjarni er ei meir.“ Bjarni þóttist
skáld og orti sálma. Iíeyrt hef eg eitt vers; það
er svona:
„Situr á tignartróni
og hengir dindildú,
J^angaS kemur rindill kindin, syndagrú,
þar ræður og stjórnar ríkur herrann þú“.2)
Allra verst sagði hann sér gengi með heilagan anda.
Pétur hét son Bjarna. Hann bjó í Skógum í Öxar-
firði,3) átti mörg börn, öll stórvaxin og mikil í
bragði. Eitt þeirra var Björn sýslumaður á Bustar-
felli, annað Bjarni á Djúpalæk; enginn vissi afl
hans; hann kvæntist aldrei, og átti ekki barn. Þriðja
var Ólöf, sem bjó í Vopnafirði. Maður hennar hét
Sveinn, kallaður „sálarlausi“, vesalmenni. Sálarlausa
nefndu konur hann, þvi hann stóð fast á því, að
kvennfólk allt væri sálárlaust. Þau bjuggu á Skála-
nesi inn frá kaupstaðnum í Vopnafirði.4) Einhverju
r) Þótt hér sé ef til vill gert fullmikið úr örbirgð
Bjarna, ]>á er vist, aS hann átti opt þröngt í húi, og fe
gekk mjög af honum á síðari árum. Mælt var, að hann
hefði samband við útilegumenn í Ódáðahrauni. Sjá um
Bjarna sýslumann og afkomendur hans: Sýslum.æfir IV,
729—735. Hann dó 1667.
2) Þetta er gamalt vers úr pápisku, sbr. ísl. Þjóðsögur
II, 56, og því ranglega eignað Bjarna sýslumanni. Versið
er hér dálítið öðruvísi orðað en í Þjóðsögunum.
3) Það var Pétur yngri, bjó síðar á Bustarfelli.
4) Þau hafa líklega síðar húið í Stóru Breiðavík í Borg-
arfirði, því að þar eru þau 1703. Sveinn maður Ólafar var
Císlason.