Blanda - 01.01.1928, Page 237
231
sinni kom Ólöf út í kaupstað, og var þá svo ástatt,
að verið var að afferma skipið, og kom hún að í því,
að velt var upp tveimur mjöltunnum. Og með því
að hún var þá ólétt og komin á fallandi fót, sagði
kaupmaður í spaugi: ,,Eg skal nú gefa þér þessar
mjöltunnur, Ólöf, ef þú tekur þær nú upp, og kem-
ur þeim ein inn að Skálanesi.“ Hún bað þá, sem í
kring stóðu að minnast þess, gekk að mjöltunnunum
og tók sína undir hvora hönd og gekk svo af stað, og
kom þeim þangað, sem leiti bar af, og skildi þar við
þær, og sótti þær síðan, og hafði þær með þessu
móti. Eitt sinn kom Björn bróðir hennar að Skála-
nesi. Hún var þá að þvo við lækinn. Björn kast-
aði kveðju á hana og sagði: „Fyrir þann skuld [það
var máltæki hans], er steggi þinn heima?“ Hún stóð
upp og sagði: „Það skaltu vita, að heima eru sokka-
tetrin hans,“ og barði þeim blautum um eyru bróð-
ur síns, en hann snautaði burt með þetta. Héldu
menn, þótt Björn væri afarmenni að burðum, að
hann mundi skorta afl við hana. Hann hafði Svein í
forakti og fór opt illa með hann.
Björn var tröll að vexti og ramefldur, stórleitur
mjög, og eins og auðkenndi ættfólk hans lafði á
honum neðri vörin. Hann var ofsamaður mikill og
ágengur mjög, en bjargvættur mesti, þá er til hans
var leitað, og þá höfðinglyndur. Hann sagðist ekk-
ert hræðast í veröldinni nema ekkjuna og þann föð-
urlausa. Þegar hann fékk ei af mönnum það, hann
vildi, þá tók hann það með valdi. Enginn mátti eiga
skip í Vopnafirði, allir urðu að róa á vegum hans.
Það voru alls tveir bændur, sem skip áttu, bóndinn
í Krossavík, eg man ekki bústað hins. Með þessum
hætti rakaði hann saman auð fjár í föstu og lausu
góssi. Kona hans var Guðrún Marteinsdóttir sýslu-
manns frá Eiðum Rögnvaldssonar. Þau áttu nokkur
L