Blanda - 01.01.1928, Page 238
232
börn: Jón og Martein, Ingibjörgu, Gróu, Þórunni.1)
Björn bjó fyrst á Hallfreðarstöðum í Hróars-
tungu. SíSan flutti hann að Bustarfelli, og bjó þar
alla æfi síðan. Hann byggði þar reisulegan bæ og
lét þar kirkju gera2); byggingarefni til þess hafði
hann mest af kaupskipum þremur, er fórust hvert
eptir annað á Vopnafjarðarlegu. Tók hann skips-
skrokkana og lét flytja viðinn að Bustarfelli, og tré-
smiðina og fleiri af skipunum starfa að byggingun-
um við sléttan kost. Optlega höfðu þeir óskað með
hugargremju, að byggingar þær eyddust, eins og til
þeirra var aflað. Illur grunur lá á því, að Björn
mundi valdur að skipsköðurii þessum. Liðu svo nokk-
ur ár, að enginn þorði að sigla inn á Vopnafjörð,
þar til einn ungur maður í Kaupmannahöfn bauðst
til þess. En þá hann var kominn á leguna, kom sýslu-
maður strax eptir vana út á skipið, og Ásmundur
nokkur með honum, er ætíð var honum fylgisamur og
brúkaður til stórræða. Kapteinninn hellti strax víni á
bikar og rétti Birni, en hann veik bikarnum að Ás-
mundi, sem drakk af honum og datt strax dauður
niður. Brá Birni svo við þetta, að hann með flýti
fór i land, og kom þar aldrei síðan. Eptir þetta
kom skip á hverju ári á Vopnafjörð, og tókst upp
verzlun.
Þegar Jón biskup Vídalín visiteraði Austfjörðu,
kom hann að Bustarfelli. Tók Björn honum vel og
bauð í stofu. Voru þeir þar lengi dags, unz menn
1) Börn þeirra voru fleiri, sbr. Sýslum.æfir IV, 77'2
—777. Ingibjörg mun hér rangtalin dóttir þeirra, en em
dóttir Bjarna Oddssonar hét því nafni.
2) Þar var kirkja löngu áÖur (er t. d. getiÖ í Vilkins-
bók), en var orðin a8 hálfkirkju eöá bænhúsi fyrir i5°°-
Er hér líklega að eins átt við endurbyggingu í ti'ð Björns.