Blanda - 01.01.1928, Page 239
233
biskups fór aS gruna, aÖ eitthva'ð tefÖi biskup, gengu
aÖ stofudyrunum og heyrÖu þrusk mikið og hark
inni, svo einn biskupsmanna, sem Jón hét, tveggja
manna maki, gat brotiÖ hurðina, og þá hann kom
inn, var Björn búinn að koma biskupi upp fyrir kistu
eina og var þar ofan á honum. Jón gat náð biskupi;
fóru þeir síðan til tjalds síns, og voru þar um nótt-
ina. Um morguninn eptir kom Björn skríðandi að
fótum biskups. Þá varð honum af ofurgremju þetta
að orði: „Skríddu bölvaður.“ En á orði var, að
Björn hefði keypt sig í frið með fégjaldi miklu, því
þeir skildu sáttir að kalla.1)
Eitt sinn tapaði Björn máli á alþingi. Þá kvað
Páll lögmaður Vídalín vísu þessa:
Kúgaðu fé af kotungi
svo kveini undan þér almúgi.
Þú hefnir þess i héraði,
sem hallaðist á alþingi.2)
Man eg ekki, hvort mál þetta hlauzt af því, þá Björn
bar tjöru i skegg Þórðar Árnasonar, er kallaður var
Poka Þórður.3) Þar mátti hann lúta í lægra haldi,
því Þórður reið á alþing með tjöruna i skegginu.
Stöku menn voru það, sem Björn fór halloka fyrir,
1) Það var 17. ágúst 1706, sem biskup visiteraði bæn-
húsið á Bustarfelli, en einkennilegt er, að hvorki biskup
né Björn hafa skrifað undir þá visitasíu. Munu þeir hafa
deilt um kúgildi kirkjunnar, er Björn kvað engin vera, eins
og sést af bréfi biskups' til hans, allþungorðu 1712, en sið-
ar virðast þeir hafa orðið góðir vinir. Sögn þessi um áflog
þeirra (í ölæði?) í Bustarfellsstofunni, mun því sögulega
rétt i aðalatriðum.
2) Sbr. Vísnakver Páls (Kbh. 1897) bls. 135.
3) Um hann eru nokkrar sagnir í síðasta hepti þessa
rits (bls. 136—139).