Blanda - 01.01.1928, Side 240
234
svo sem Jón Guttormsson1), SigurÖur sterki í NjarS-
vik og Jón, er kallaður var ringur, sem var mesta afar-
menni að burðum og illmenni kallaður. Eg hefi heyrt
jress getið, að eitt sinn þá hann bjó á Landsenda fyr-
ir utan Ketilsstaði i Hlíð, kom Björn að innan
snemma morguns, og ætlaði að koma Jóni á óvart
og ná karli í rúmi. En þegar hann kom, heyrði hann,
að kallað var inni og sagt: „Ljáðu mér brókartetrið
mitt þarna, Begga mín!“ Björn þurfti ekki meira,
lagði í flýti af stað og upp á Hellisheiði.
Hávarður hét maður, kallaður „stóri“. Hann var
af kyni Bjarnar skafins, mesta tröll að burðum. Eitt
sinn þá hart var milli manna, brá hann sér úr Hér-
aði og i Vopnafjörð, braut upp mauraskemmu sýslu-
manns á næturtíma, og batt sér byrði stóra af mat,
fór á næsta bæ við heiðina, og hvíldi sig þar, en
gerði Birni orð um, hvað hann hefði gert. Brá hon-
um ekki við þaö, og lét Hávarð fara ferða sinna
með byrðina. Sögðu menn, að honum hefði þótt mað-
urinn bera sig karlmannlega eptir björginni.
Margir undirmenn sýslumanns báru rnikla virð-
ingu fyrir honum. Einn var lögsagnari hans, er Finn-
ur hét, hár maður en grannvaxinn. Að því brostu
menn, að ætíð þá hann kom fyrir sýslumann, fleygði
hann sér endilöngum fyrir fætur hans.2)
Opt var það á vetrarkvöldum siður sýslumanns, þá
gott var gengi,3) að hann lá úti á gluggum í Vopna-
firði að hlera eptir, hvað talað var inni. Urðu menn
þá síðar varir við, væri eitthvað um hann rætt.
1) Sbr. ísl. ÞjóSsögur II, 147—148 (eptir Jón í Njarö-
vík).
2) Það er vist nokkuð bæpið, &ð Finnur þessi liafi ver-
ið lögsagnari sýslumanns.
3) = gangfæri.