Blanda - 01.01.1928, Síða 241
235
Eptir að hann tók að eldast, fór að bera minna
á yfirgangi hans, og skömmu eptir að hann missti
konuna, gaf hann alveg frá sér bústjórn og lagðist
í rúmið, en Högni, er fékk Gróu dóttur hans, tók
að sér búráð öll. Þótti mönnum þá fljótt ganga sam-
an Bustarfellsbú, með því að þau héldu sig ríkmann-
lega og spöruðu ekkert. Þá Björn hafði legið eitt
eða tvö ár í rúminu, var það eitt sinn, að hann
skreiddist á fætur og gekk þá í hvert hús og leit
yfir, talaði ekki orð, gekk til rúms síns, og fór ekki
á fætur eptir það, en lifði nokkur ár.1) Sögðu menn
hann hefði lagzt fullburða fyrir, þegar hann sá, að
hann gat ekki haldið við búi sínu með sörnu rausn
og stórmennsku sem áður.
Er að merkja, sem hugur hans hafi snúizt í elli
hans á betra veginn, því þá tók hann að gefa fátæk-
um stórmannlega. Það eru margir jarðarpartar í
Múlasýslum fátækra eign, af honum gefnir.
Nokkru eptir, að hann lagSist, komu þau að Bust-
arfelli Sigurður Eyjólfsson og Bóel Wium kona
hans. Hann tók þeim vel, þótt hann lægi í rúminu,
tók ofan af hillu hjá sér pottkönnu af silfri, og gaf
þeim úr henni 4 spesíur. Hann sagðist — fyrir þann
skuld — þetta var orðtak hans — hafa þetta að
gamni sínu hjá sér til að réttvíkja með því þeim,
sem kæmu inn að rúmi sínu, sér entist kannan þetta
í mánuð. Eg held hann hafi ekki lifað lengi eptir
þetta. Þau sögðu, að hann hefði haft létta upp yfir
sér, og sáu hann taka i hann; sögðu þau, að ekki
hefðu séð gildari handleggsbein, og var þó ekki orð-
í) Hann &ndaðist 1744, hálfníræður að aldri, og hafði
t>á legið 4—5 ár í kör.