Blanda - 01.01.1928, Page 242
236
ið nema bein og sinar. Hafði þó Sigurður viða farið,
og séð margan mann þreklegan.1)
Eptir Björn látinn fór Marteinn sonur hans bú-
ferlum að Bustarfelli, en Högni og Gróa burtu. Þóttu
þau fengsöm, meðan vösuðu í völdum. Marteinn
reisti bú að Torfastöðum i Vopnafirði. Þar brann
bær hans með allri búslóð hans, svo hann átti ekki
föt, utan þau, sem hann stóð i. í þeim fór hann til
kirkju daginn eptir að brann. Þegar faðir hans sá
hann í hversdagsfötum sinum, sagði hann til hans r
„Fyrir þann skuld, Marteinn, hafðirðu ekki annað
að hleypa þér í til kirkjunnar en þetta?“ Marteinn
sagði honum þá, hvernig komið var. Fékk hann hon-
um þá strax kirkjuföt að fara í, og geröi upp bæ-
inn með honum, fékk honum líka búslóð, sem þurfti.
Á fyrsta ári eða öðru, sem Marteinn bjó á Bustar-
felli, brann öll sú mikla bygging að köldum kolum2)
með öllu dauðu, er inni var, frá dagmálum til há-
degis. Kirkjan stóð ein eptir, og í henni eitthvaö af
hirzlum vinnufólks. Dóttir Marteins ein ætlaði að
bjarga skarti sínu úr dyralopti, og fór með fullt fang
sitt ofan í stigann, en missti það niður i eldinn, sem-
þá var kominn svo nálægt henni. Marteinn húsaði
aptur bæ sinn og bjó þar til dauðadags, þótti æ prýð-
is- og sómamaður, sibúinn til góðs og greiða með
lækningum og ýmsu fleira. Hann hafði verið utan-
lands, en tók ekki embætti, eg veit ekki heldur, hvort
1) SigurÖur og Bóel voru foreldrar Ingibjargar, föður-
móður Jóns Sigurðssonar í Njarðvík, sem þetta hefir skrá-
sett, svo að það hefir ckki farið margra á milli.
2) Sá bruni var 1769, en þá hafði Marteinn búið mörg
ár á Bustarfelli.