Blanda - 01.01.1928, Page 245
239
rennur ofan meÖ Hellisfitjum, allt niður í Hvítá.
Fór hann svo upp í hraunið, nær upp undir jökul-
inn, og byggði sér þar hreysi. Eptir það hafði hann
farið vestur til sveita um sumarið að stela hrossum
og eldsgögnum. Verður ei greinilega sagt, hvar hann
fór að stuldum, en þrernur hestum stal hann. Hann
tók og hest frá Pétri bónda á Hríshóli; þar hafði
hann áður verið kaupamaður; þann hest drap Jón
við bæli sitt. Þetta sama haust fundu fjallgöngu-
menn úr Hrútafirði (hverra forgöngumaður Ólafur
Sigurðsson var) mann á heiðum uppi. Sá hafði tvo
áburðarhesta og reið þeim þriðja; baggana hafði
hann bundið saman með snæri, og lagt svo um þvert
og bert bak hestanna og höfðu snærin skorizt inn
í hryggjarliðina, og var hörmulegt að sjá. Sjálfur
reið hann á torfu, gyrtri með snæri og bundið byrð-
aról undir kvið og ístöðin af sama. Óriflegur virt-
ist þeim búningur hans. Ólafur spyr hann að nafni,
og hvert hann ætli. Ekki vildi hann nefna sig, en
sagðist vera villtur, og ætlaði þangað, en ei varð
ráðið, hvert hann ætlaði. Ólafur þóttist þá vita, að
þetta mundi vera Jón Franz, því lýsing hans var kom-
in i Hrútafjörð til Sigurðar föður Ólafs, og hafði
hann sem hreppstjóri boðið að taka hann, ef fyndist.
Þar var nú Jón tekinn og íluttur að Fjarðarhorni,
til Sigurðar hreppstjóra. Ekkert orð fékk Ólafur úr
Jóni, hvernig sem hann spurði hann. Hníf ekki all-
lítinn sá Ólafur hann hafði i vinstri ermi sinni; þá
strax sendi Sigurður Ólaf son sinn til Jóns sýslu-
manns Jónssonar í Bæ, er þá hafði Strandasýslu,
en sýslumaður tók að þvinga og spyrja Jón, hvort
hann væri sá sami, sem lýst væri, og var þá lýsing-
in honum lesin; var það þá hálfan dag, að hann þagði.
Þá réð Ólafur til að flytja hann vestur að Ingjalds-
hóli. Stóð þá sýslumaður upp og lézt spyrja Jón í