Blanda - 01.01.1928, Síða 246
240
síðasta sinni og taka svo til sinna ráða, og kvaðst
Jón þá halda, að svo væri. Var hann þá tekinn og
fluttur vestur undir Jökul, hreppstjóra á milli. Þar
var mál hans prófað og hann dæmdur á Brimar-
hólm1). Nú átti Jón enn á ný að geymast í fjötr-
um á Ingjaldshóli, en fám dögum síðar slapp hann
á ný, furðaði það marga, og vissu ei, hvernig það
gat skeð. Þá stal hann reiðhesti Stefáns Schevings
og strauk á honum. Þá greip hann í þeirri ferð 2
hesta aðra Jóns stúdents á Melum. Spurðist þá hvergi
til hans, en lýsing hans fór um allt land. En á jóla-
föstu veturinn eptir2) fóru menn úr Hvítársíðu til
silungsveiða á Arnarvatnsheiði. Var það þá eitt sinn,
að þeir heyrðu mann syngja einhversstaðar, og bar
rödd hans austan úr hrauninu undir Langajökli.
Gengu þá nokkrir á hljóðið; heyrðist þeim sungið.
„Hallelúja, heyr þú hin sæla!“; en er röddin þagn-
aði, biðu þeir við og sendu eptir fleiri mönnum.
Fóru síðan að kanna hraunið, unz þeir sáu mann;
sá sótti vatn í tveimur hrosshöfuöleðrum, sem hann
brúkaði fyrir vatnsfötur, og hafði hann vandlega
saumað saman götin. Þar var þá Jón Franz, og bar
vatn að bæli sínu, er hann ætlaði til soðningar, því
enn hafði hann stolið katli3). Þar tóku þessir menn
1) Það mun hafa veriS 13. des. 1813, sbr. dóm lands-
yfirréttarins eða yfircriminalréttarins 2. apríl 1814 (Dóma-
safn landsyfirréttar I, 423—427), þar sem Jón er dæmdur
til kagstrýkingar og æfilangrar þrælkunar í járnum á Brim-
arhólmi fyrir hestastuld og annan þjófnað. (H. Þ.).
2) Líklega 1814. Það hefur naumast verið fyr en um
vorið eða sumarið 1814, sem Jón hefur strokið annað sinn,
þ. e. noklcru eptir yfirréttardóminn, en ekki héraðsdóminn,
því að varla hefur hann legið úti um veturinn 1814. (H. Þ.)
3) í 24. árg. Andvara 1899, bls. 19—20, getur Þorvaldur
Thoroddsen þess, hvernig Jón Franz hafi verið tekinn í