Blanda - 01.01.1928, Síða 249
243
og til fugla, en þó hefur þaí5 sjaldan komið fyrir,
að menn hafi drukknað í úteyjaferðum.
Hér er til fróðleiks gefið stutt yfirlit, og taldir
þeir menn, er hrapað hafa til dauðs úr björgum i
Vestmannaeyjum frá því á öndverðri 19. öld og til
þessa.
Á þessu tímabili hafa hrapað úr H e i m a k 1 e 11 i,
sem liggur undir Vilborgarstaðaleigumála eða Vil-
borgarstaðajarðir:
Jón Arnason, bóndi á Vilborgarstöðum, yfir sjö-
tugt, hrapaði í byrjun 19. aldar á miðsumri, í Heima-
kletti, að því er eg tel líklegt, mun hafa verið til'
lunda.
Jón Ólafsson, tómthúsmaður frá Elínarhúsi, hrap-
aði í Dufþekju í Heimakletti á fyrsta fjórðungi 19.
aldar, um sumar á lundatíma. Dufþekja nær yfir
mikinn hluta Heimakletts að norðan. Þar munu stór-
vöxnust hvannstóð hér á landi, ná njólarnir seiling-
arhæð og meira.
Ólafnr Eyjólfsson, vinnumaður á Vilborgarstöð-
um, um tvítugt, hrapaði og á lundatíma nokkrum ár-
um síðar.
Sæmundur Hansson, vinnumaður á Vilborgarstöð-
um, um tvítugt, hrapaði sama ár, mun hafa verið
til fugla í Dufþekju.
Hannes Sœmundsson, vinnumaður frá Nýjabæ,
hálfþrítugur, hrapaði í Dufþekju í júlí 1858, var til
hvanna eða í rótaferð.
Bergur Magnússon frá Vilborgarstöðum, rúmlega
þrítugur, hrapaði úr Hákollagili yfir Dufþekju á
fýlaferðum sumarið 1866, var til fýla laus, það er án
þess að vera á bandi, 0g stóð á hillu í Hákollum.
Bergur hafði á sér fýlapela, og var sagt, aö hann
hefði særzt til dauðs af brotunum úr honum.
16*