Blanda - 01.01.1928, Side 250
244
Mildu er taliÖ hættuminna að vera á bandi í fjöll-
um en fara laus. Flestir, sem hrapað hafa, hafa ver-
ið lausir, sem kallað er, í bjarginu, eða verið að
klifra.
ísleifnr Jónsson, bóndason, innan tvitugs, frá
Hlaðbæ, var til fýla með fýlamönnum í Dufþekju í
jarðskjálftunum 1896, varð fyrir steinkasti og beið
bana af.
Það er gömul þjóðtrú, að 20 manns ættu að far-
ast í Dufþekju og jafnmargir í Jökulsá á Sólheima-
sandi og þær kölluðust á.
Úr Y ztakletti, sem er sérstök jörð:
Hjálmar Jónsson, vinnumaður, um tvítugt, frá
Hól, hrapaði úr Yztakletti, er hann var þar til fýla
í byrjun fýlaferða 1853.
Jón ísaksson frá Kirkjubæ, um þrítugt, hrapaði
norðan í Yztakletti og niður í Selhellaurð sumarið
1890 á miðjum fýlaferðum, var ekki á bandi.
Úr Stóra-Klifi, sem heyrir undir Vilborgar-
staðajarðir o. fl.:
Arni Magnússon, vinnumaður frá Pjeturshúsi, 15
ára, hrapaði úr Klifinu fyrir fýlaferðir 1848, var til
lunda eða í fýlasnatti.
Skúli Ólafsson, utansveitarmaður, til heimilis að
Leirum undir Eyjafjöllum, tvítugur, hrapaði i Klif-
inu 23. júni 1866, var þar að klifra.
Jón Pétursson, þurrabúðarmaður frá Elínarhúsi,
innan við þrítugt, var til fýla norðan í Klifinu, og
var niðri í bergi að rekja band til að fara á því lær-
vað niður. Kom steinn undan bandinu og lenti á
höfði hans, svo að hann rotaðist og steyptist niður
og hrapaði alveg niður í urð og tættist í sundur.
Þetta var sumarið 1878 seint á fýlaferðum.