Blanda - 01.01.1928, Page 251
245
Sigurður Sigurðsson, vinnuma'ður, milli tvítugs og
þrítugs, hrapaði norðan úr Klifinu nokkru fyrir
aldamót, var þar til fýla og var aÖ fara niður úr
Vondahvannstóðinu á lærvað, en óvanur og sleppti
sér.
Úr H á n n i:
Jón Guðbrandsson, io ára gamall drengur frá
Stakkagerði, hrapaði 1868 ofan af brún á svokölluð-
um Eggjum og niður Vondutær.
Sigurbjartur Hróbjartsson, vinnumaður frá Hól,
milli tvítugs og þrítugs, hrapaði úr Miðdagstónni
við Herjólfsdal nokkru eptir aldamótin síðustu.
Úr L á g h á n n i:
Austan úr Lághánni hrapaði fyrir skömmu dreng-
ur til dauðs.
Úr D a 1 f j a 11 i, er heyrir undir Álfseyjarjarðir:
Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Vesturhúsum,
hálffertugur, hrapaði á Fjallinu í byrjun 19. aldar,
var þar til fýla á miðjum fýlaferðum.
Jón Guðmundsson, unglingspiltur frá Litlabæ,
hrapaði úr Upsabergi á Dalfjalli, nokkru fyrir fýla-
ferðir 1876. Piltur þessi var ásamt húsmóður sinni
að sækja sauðatað.
Margrét Sveinsdóttir, vinnukona hjá Jórunni Aust-
mann, rúmlega þrítug, hrapaði í maí 1882 á leið nið-
ur Hæltær, ofan i Kaplagjótu, hafði verið með ann-
ari stúlku að stinga skán uppi í Bótólfsbóli á Dal-
fjalli, en er þær fóru niður, festist pils Margrétar á
steinnybbu, svo að hún missti fótfestu og hrapaði
ofan fyrir.
Þórður Hjaltason, kvæntur húsmaður frá Steins-
stöðum, hrapaði úr Illanefi vestan á Dalfjalli og nið-