Blanda - 01.01.1928, Side 254
248
Kaplapyttum fyrir neÖan Grásteinsfles, sunnan á
StórhöfSa, og því taliÖ, að hann hefði hrapa'Ö þar
ofan og í sjó. NáÖist eigi.
Sigurður Þ. Ingimundarson, bóndason, frá Draum-
bæ, 12 ára, var til lunda og hrapaði úr Kepptónni í
Stórhöfða snemma í júlí 1876.
Sigurður Árnason, bóndi á Steinsstöðum, hrapaði
í Garðsendató í Stórhöfða, er hann var þar til lunda
nokkru íyrir fýlaferðir 1880.
Arni Diðriksson, aldraður merkisbóndi og fyrver-
andi hreppstjóri, frá Stakkagerði, hrapaði úr Rauf í
Stórhöfða, er hann var þar á göngu, nokkru eptir
aldamótin síðustu. Hrapaði í sjó, en náðist.
Úr F1 ugum, sem liggja undir Kirkjubæjar-
jarðir:
Filippus Snorrason, bóndi á Kirkjubæ, um fertugt,
hrapaði í Flugum í byrjun fýlaferða skömmu eptir
1850.
Jón Guðmundsson, niðursetningur, 14 ára, úr
austurbænum á Vesturhúsum, hrapaði við lundaveið-
ar í Flugum 1873 í júní.
Einar Jónsson, vinnumaður, um tvítugt, á Vestur-
húsum, hrapaði við lundaveiðar í Flugum í júlí 1878.
Sigurður Magnússon, bóndason frá Kirkjubæ, inn-
an við tvítugt, hrapaði samastaðar um aldamótin síð-
ustu. Var sagt að hann hefði verið að gá að bátum-
Úr Elliðaey, sem heyrir undir Elliðaeyjar-
jarðir:
Asmundur Asmundsson, vinnumaðúr á Miðhús-
um, milli fertugs og fimmtugs, kvæntur, hrapaði í
Elliðaey skömmu fyrir 1850, til eggja.
Guðmundur Árnason, vinnumaður, um tvítugt, fra