Blanda - 01.01.1928, Page 255
249
Gjábakka, hrapaöi í ElliÖaey, aÖ því er taliÖ er seint
á fýlaferðum 1850.
Páll Pálsson, smíðanemi, rúmlega tvitugur, frá
Götu, hrapaði úr Hábarði í Elliðaey við fýlaveiðar,
seint á fýlaferðum 1857.
Ólafur Ólafsson, vinnumaður, frá Frydendal, ætt-
aður frá Dölum, hálfþrítugur, hrapaði á lundaveið-
um úr Elliðaey 1867.
Úr Hellisey, er liggur undir Elliðaeyjar-
jarðir:
Hjörtur Jónsson, bóndi í Þórlaugargerði, rúmlega
þrítugur, hrapaöi úr Súluhelli í Hellisey, er verið
var þar til fýla og súlna sumarið 1883, náðist á
Flánni.
Úr Bjarnarey, sem liggur undir Ofanleitis-
eða Bjarnareyjar jarðir.
Björn Magnússon Bergmann, unglingur, bóndason
frá Gjábakka, hrapaði úr Hrútaskorum í Bjarnarey
á fyrsta fjórðungi ig. aldar, við lundaveiðar.
Úr G e irfuglaskeri eða F r e y g j u, er
heyrir sameiginlega undir allar Vestmannaeyjajarö-
ir. Ey þessi liggur lengst til suðurs af úteyjunum
og er syðsti útvörður íslands:
Sigurður Einarsson, bóndason, kvæntur, frá Norð-
urgarði, um þrítugt, hrapaði í Geirfuglaskeri, er ver-
iö var þar til eggja í júní 1929.
Þá eru þeir taldir, er á nefndum tíma hafa hrap-
að til dauðs, alls 54, en eg ætla um leið að geta
þriggja manna, sem hröpuðu hátt úr bergi, en kom-
ust þó lífs af með nær óskiljanlegum hætti. Menn
þessir voru: