Blanda - 01.01.1928, Page 256
250
DavíÖ GuÖmundsson, bóndason frá Kirkjubæ.
Hann var kominn með fuglamönnum, er voru til
fýla og súlna, upp á Súlnasker og stóð á brúninni
og batt skóþveng sinn, og hrapaði þar sem hann stóð
á brúninni ofan fyrir, 300 fet, og í sjó. Náðu báts-
legumenn honum með fullu lífi. Davíð teygðist viö
fallið og lá í misseri á eptir, en varð svo um það
jafngóður. Mun seinna hafa farið til Ameríku.
Jón nokkur, sem síðar var kallaður dynkur. Hann
hrapaði hátt úr Háljarði í Elliðaey, er hann var þar
til eggja. Skaut honum upp skammt þar frá, er leg-
ið var á bát undir eynni, og kallaði til mannanna á
bátnum, er hann kom upp, og þeir hugðust aS hirða
lík hans: „Heyrðuð þið ekki dynk, piltar ?“ og fékk
hann eptir það viðurnefnið dynkur. Tóbaksbaukur
hans flaut þar skammt frá á sjónum, er honum
skaut upp, og varð Jóni það að biðja mennina fyrst
að hirða baukinn. Þótti Jóni farast hreystilega og
æðrulaust. Hann náði undir hnésbæturnar um leið
og hann datt, er það talið óyggjandi af mörgum, og
því álitið að það hafi bjargað Jóni, og sakaði hann
ekki hið minnsta.
Hannes Jónsson hafnsögumaður, lengi bóndi á
Miðhúsum, alkunnur sægarpur og afburða formað-
ur, enn á lífi í Vestmannaeyjum, 77 ára að aldri,
hrapaði við lundaveiðar í Bjarnarey, þegar hann var
13 ára drengur, sumarið 1865, nær 100 fet ofan fyr-
ir fjallsbrúnina, en festist í fallinu í miðju bergi >
lundanetinu, sem hann haföi með sér, en netið hafði
af tilviljun fests um bergsnös, langt fyrir neðan brún.
Rankaði Hannes eigi við sér fyr en hann hékk í
lausu lopti með höfuðið niður, og var hann úr ökla-
liðnum á þeim fæti, er fastur var í netinu. Honum
tókst samt að rétta sig við og lesa sig á netinu upp
á hillu í berginu, þar sem netið var fast, en þaðan