Blanda - 01.01.1928, Page 259
I
253
ræðubaggi, býsnastór og vel saman bundinn, þá sagÖi
séra Hallgrímur: „Þetta er bezt að brenna, það er
nógu lengi búiö að hlæja að því.“ Séra Hallgrímur
gamli var staklega hreinlyndur maður og opinskár,
og sagði hverjum meiningu sína og það án mann-
greinarálits, enda talaði hann opt, án þess að hugsa
um það áður, og sem menn segja áður en honum
datt x hug, og kom það opt illa fyrir.
Séra Hallgrímur byggði stofu í Miklagarði á seinni
árum sínum, vandaða, eptir því sem gerðist á þeirri
tíð. Hann fékk glergluggana frá útlöndum, því hon-
um líkaði ekki það gler, sem hingað fluttist til lands,
og aS öllu vildi hann vanda baðstofuna sem bezt.
Einhverju sinni sýndi hann snikkara nokkrum bað-
stofuna, nokkru eptir að hún var smíðuð og þar með
gluggana, og sagði um leið og hann benti á rúðurn-
ar: „Þetta er engelskt gler, maður! og getur ekki
brotnað.“ Þessi maður sá eptir því seinna, að hann
hefði ekki rekið hnefann í rúðuna, til að sýna hon-
um, hvort hún gæti ekki brotnað, og vita, hvað hon-
um yrði við, því að þessar rúður voru jafnbrothætt-
ar sem aðrar rúður.
Páll hét maður, frændi séra Hallgríms, smiður góð-
ur og verkmaöur, en lítill reglumaður, og hélzt illa
á kaupi sínu. Séra Hallgrímur tók hann opt til að
smíða fyrir sig og gaf honum þar að auki, en Páll
eyddi því óðara. Kallaði prestur hann því „aumingja
Pál“, opt þegar hann nefndi hann á nafn. — Séra
Hallgrímur var gestrisinn og höfðingi heim að sækja,
helzt á siðari árum hans. Einu sinni heimsóttu hann
Ólafur Briem á Grund og Þorsteinn Daníelsson á
Skipalóni. Þeir höfðu báðir verið erlendis og æft
t