Blanda - 01.01.1928, Page 260
254
sig viÖ trésmíði. Séra Hallgrímur tók þeim mjög
vel, og sýndi þeim ýmislegt fágætt, sem hann átti.
SiÖast sýndi hann þeim ba'Sstofuna, sem fyrir skömmu
var byggð, og prestur þóttist af. Þegar þeir voru
hættir að skoða, spyr Þorsteinn prest, hver hafi smíð-
að. Segir prestur: Páll gamli, frændi minn, og bætti
þessu við: „Þið eruð rniklir smiðir báðir, þó getið
þið lært mikið af þessum aumingja Páli; hann setur
skakkstífu í hvern einasta rúmgafl, sem þið sjáið,
þvi allt vill hér norður og niður.“ — Þetta sagði
mér Ó. Briem sjálfur.
Séra Þlallgrími varð stundum mismæli, þegar hon-
um var mikið niðri fyrir, eða þegar hann var í önn-
um. Maður hét Benjamin og var Pálsson, og bjó í
Víðigerði í Eyjafirði; hann var síðar á Lóni. Hann
var smiður góður á járn og smíðaði opt ljái og fleira
fyrir séra Hallgrim. Einu sinni kom Benjamín að
Miklagarði sem optar, og taföi lítið. Þegar Benja-
mín var búinn að kveðja, mundi prestur eptir þvi,
að hann ætlaði að biðja Benjamín að smiða ljái fyrir
sig, og hafði efnið tiltekið. Prestur hleypur á eptir
Benjamin, og tók ljáaefnin með sér og kallaði á eptir
honum : „Taktu við þessum spíkarbrotum, maður, og
smíðaðu úr þeim fimm eintrjáninga, einjárnunga vildi
eg sagt hafa“, og við það lét prestur sitja, þótt skakkt
væri, því úr spíkarbrotum var ekki unnt að smíða
nema samsuðu, og það hefur prestur viljað sagt hafa.
Benjamín hló að og sauð saman ljáina úr spíkar-
brotunum.
Það mátti segja, að séra Hallgrímur hafði mörg
járn í eldi og brunnu þó fá. Hann gerði út menn
jafnaðarlega til hákarls til Grimseyjar, og útvegaði
eyjarmönnum hrossakjöt til hákarlabeitu. Eitt vor