Blanda - 01.01.1928, Side 261
255
sendi hann vinnumann, sem Gunnar hét, fram í fjörð
að sækja hangið hrossakjötslæri, sem prestur útveg-
aði til beitu, og átti það að fara með vermönnum
til eyjarinnar, en prestur átti eptir einn bæ í sókn-
inni, sem hann hafði ekki húsvitjað á, notaði því
tímann og fór með Gunnari á bæinn, og ætlaði að
ljúka sér af, meðan Gunnar færi eptir lærinu, því
sjálfur varð hann að fara heim að afgreiða útgerð-
ina. Prestur rak eptir Gunnari að flýta sér, en sjálf-
ur fór hann að láta lesa og sagði: „Guð veri með
ykkur börn, það skal ekki verða lengi“. Svo lét hann
lesa fræðin, og var lítið kominn fram í kverið, þeg-
ar hundarnir stukku upp með gelti. Þá segir prestur:
„Nú kemur Gunnar með hrosslærið og þarf eg heim,
og verið þið sæl, börn,“ og með það fór prestur sína
leið heim með Gunnari að afgreiða útgerðina ver-
mannanna. Hann lét sonu sína róa nokkrar vertíSir
til Grimseyjar, og vandi þá til allrar vinnu, þótt hann
léti þá læra í skóla.
Einu sinni sem optar messaði séra Hallgrímur í
Miklagarði; það var um vetur. Um það bil eða litlu
fyr en úti var, kom fjármaður heim frá fjárhúsum
og gekk inn í bæinn og í skála, sem var frammi í
bænum, og lauk upp kistu sinni, sem hann átti þar,
og var eitthvað að þruska í henni. Um það var mess-
an úti, og gekk prestur fyrst út og inn í bæinn. Hann
sér, að skálinn stendur opinn, og lítur inn, en dimmt
var í skálanum. Prestur hefur eitthvert veður af
manninum og kallar inn spyrjandi: „Hvað ertu að
gera, maður, hálfboginn, ekkert má liggja hjá á
sunnudögum,“ en bætir við: „eg vil heldur brauð
og smér.“ Siðan gengur prestur til baðstofu, en ekki
er getið um, að vinnumaður hafi gegnt presti neinu.