Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 262
256
Séra Hallgrímur var léttleikamaÖur mikill og
mesta snarmenni og glímumaÖur góÖur á yngri ár-
um, svo orÖ lék á, en burðalítill, og þótti ekki sterk-
ur. Hann átti löngum í málaferlum flóknum og löng-
um, enda var hann málafylgjumaður mikill, og hélt
þeim til streitu. Eitt var svokallað gimbrarmál, sem
hann vann loksins. Annað átti hann við séra Jón
lærða í Möðrufelli, langt og flókið, út af spítalahlut
eða gjaldi, sem séra Jón krafði séra Hallgrím um,
en séra Hallgrímur þóttist ekki skyldur að gjalda,
og varð löng óvinátta út af milli þeirra. Einhverju
sinni, þegar málið stóð sem hæst í stönginni á milli
þeirra, vildi svo til, að þeir voru báðir staddir í Ak-
ureyrarkaupstað. Þeir sneiddu hvor hjá öðrum, með-
an þeir voru á Akureyri. Þeir urðu lítið eitt ölvaðir,
og héldu ekki heimleiðis fyr en undir kveld, og
þó sinn í hvoru lagi, og báðir fylgdarmanns-
lausir. En það er víst, að þeir hafa fundizt ein-
hversstaðar um nóttina á heimleiðinni, því ekki
höfðu þeir komið heim fyr en undir dag, og þá
mjög rifin klæði þeirra, og jafnvel sjálfir hrumlað-
ir nokkuð. Þetta sagði mér áheyrandi séra Hallgrím-
ur prófastur á Hrafnagili Ólafi Briem, þegar Ólaf-
ur var við smiði á Hrafnagilsbaðstofu og eg með
honum (1847). Lét prófastur i veðri vaka, að gam-
an hefði sér þótt að vera viðstaddur hjá þeim urn
nóttina og sjá, hvernig glíman hefði gengið, en mest
gekk það yfir prófast, að séra Jón hefði ekki gert
út af við séra Hallgrím, því séra Jón var mesta
karlmenni og skapmaður, en stirður; taldi víst, að
föður sínum hefði mest hjálpað snarræði og glimu-
brögð og hj ólliðugheit, sem honum voru meðsköpuð.
En það vita menn ekki til, að þeir hafi sagt nokkr-
um manni frá viðskiptum sinum þessa nótt, en það
var álit, að mýkra hafi verið með þeim eptir en áður.