Blanda - 01.01.1928, Page 263
257
Þegar séra Hálfdan Einarsson, sem var tengda-
son séra Jóns í MöÖrufelli (átti Álfheiði dóttur
hans), flutti sig vestur a'Ö Kvennabrekku (1830)
vantaÖi séra Jón hest til ferÖarinnar, því hann lagði
séra Hálfdani til alla þá hesta, sem hann gat misst
og færir voru til svo langrar ferðar. Hann vissi, að
séra Hallgrímur í Miklagarði átti marga hesta dug-
lega og feita, en veigraði sér við að biðja hann, því
að kalt var i milli, og surnir bættu lítið á milli með
sögum og þvættingi til hins verra, en skammt á milli
bæjanna. Síðast vantaði einn hest, og réð séra Jón
þá af að senda unglingsstúlku, sem opt var höfð til
sendiferða til Miklagarðs, að biðja séra Hallgrím um
hest. Það var orð á, að þessi stúlka hefði ekki verið
frí fyrir, að bera sögur á milli bæjanna, og var séra
Hallgrími lítið um hana gefið. Stúlkan skilaði um
hestlánið, en séra Hallgrímur skrifaði svolátandi
bréf: „Daglegi pósturinn frá Möðrufelli kom hér í
morgun, og skilaði frá yður til mín að Ijá hest. Hest-
urinn er yður velkominn, nær þér viljið.“ Lengra
var ekki bréfið og hesturinn var léður vestur.
Þegar séra Jón lærði sótti um Möðruvallaklaust-
urbrauð í elli sinni, sem var mest af áeggjan eður
fyrir bón Bjarna amtmanns, lögðu sumir menn svo
út, að séra Jóni gengi ágirnd til að fara svo gamall
að sækja um inntektameira brauð. Einhverju sinni
kom fátæk kona til Miklagarðs um þær mundir, sem
séra Jón flutti frá Möðrufelli og barst það eitthvað í
tal um séra Jón og burtflutning hans. Þá segir konan:
„Það veit eg, að ekki hefur séra Jóni gengið annað
til en ágirnd að fara að sækja um klausturbrauðið í
elli sinni.“ Þá gegnir séra Hallgrímur: „Þegi þú,
barn, þú hefur ekkert vit á því.“ Var þetta eitt merki
Blanda IV. 17