Blanda - 01.01.1928, Síða 264
258
um hreinlyndi séra Hallgríms; hann gat ekki þolaÖ
hnjó'Öa’Ö í aÖra, þá þeir heyrÖu ekki til, og þó ekki
væru vinir hans, enda var hann orðvar um þá, þegar
þeir heyrðu ekki sjálfir. Öðru máli var að gegna
upp í eyrun, þá talaði séra Hallgrímur hispurslaust
við alla, og gilti þá einu, hvort meiri háttar menn eða
minni áttu í hlut, og voru það stundum óveilin orð
við þetta, og fór svo allt vel á með þeim.
Einu sinni komu til hans nokkrir heldri menn, þar
á meðal Ólafur Briem (sem sagði frá þessu), Stefán
Thorarensen á Espihóli, sonur Stefáns amtmanns frá
Möðruvöllum, eg man ekki, hverjir hinir voru. Séra
Hallgrímur tók gestunum með virktum, sem vani hans
var, og spyr með sínu vanalega hispursleysi, hvað
þeir vilji helzt þiggja, og taldi upp mat, kaffi, súkku-
laði, púns, brennivín var nú sjálfsagt og fleira. Þá
gegnir Stefán á Stórhóli í gamni og alvöru: „Við
viljum helzt þetta allt,“ en prestur svaraði: „Þú ert
gikkur, og ættir ekkert að fá.“ Stefán firrtist ekki
við þetta, og fór svo allt vel á með þeim.
Einu sinni veitti séra Hallgrímur kaffi séra Jóni
Jónssyni í Öxnafelli, sem fyrst var aðstoðarprestur
föður síns séra Jóns lærða, og fékk brauðið eptir
hann, þegar hann fluttist að Dunhaga. Þeir drukku
báðir prestarnir og voru að skrafa á meðan. Heyrði
séra Hallgrímur, að séra Jón tuggði sykurinn. Þá
segir séra Hallgrimur: „Aldrei verður þú ríkur,
maður, þú tyggur sykurinn; svona hef eg það, eg
læt sykurinn út úr mér í skeiðina, meðan eg er að
tala, en hef hann upp í mér, meðan eg drekk.“