Blanda - 01.01.1928, Page 265
259
Einu sinni sem optar var séra Hallgrímur a'Ö spyrja
börn á kirkjugólfi og spyr: „Nær verður dómsdag-
ur?“ Börnin svöruðu ekki sem von var. Þá segir
prestur: „ÞaÖ er ekki von, að þiS vitið þaÖ, börn,
þaÖ veit enginn maÖur og ekki eg sjálfur né englar
guÖs á himnum, varla guÖ sjálfur." AÖrir hafa þaÖ
öðruvísi: „ÞaÖ er ekki von, aÖ þiÖ vitið það, börn,
það vita ekki englar guðs og ekki guð sjálfur og eg
varla.“ í öðru sinni var séra Hallgrímur að spyrja
börn og spurði þau, hvernig hásæfi Salómons hefÖi
verið í hátt, en börnin vissu það ekki. Þá fór prest-
ur aÖ lýsa því fyrir börnunum, og lauk lýsingunni
meÖ þessum hætti: „ÞaÖ var kollótt aptanfyrir, sem
merkir þá eilífu hvíld.“ VarÖ þaÖ svo aÖ málshætti,
aÖ hitt og annað merkti þá eilífu hvíld.
Maður hét Jón og bjó á þeim bæ, er heitir i Heið-
arhúsum á Þelamörk. Hann bjó þar síðari hluta æfi
sinnar. Hann var tvíkvæntur og átti mörg böm og
var hniginn á efra aldur, þá er hér var komið. Hann
var mjög félítill. Hann átti eina kú, góðan bjargræð-
isgrip. Eitthvert haust drapst kýrin úr meinsemd,
sem opt ber við. Nú stóð hann uppi ráðalítill. Hann
vildi ekki fyrir neinn mun leita sveitarhjálpar eður
styrks af hrepp, en kýrlaus komst hann ekki af með
svo mörg börn, því þetta var eina kýrin, sem hann
átti. Hann hugsar nú ráð sitt og réð það helzt af
að fara fram í Eyjafjörð og biðja að gefa sér i
gustukaskyni og vita, hvort hann gæti ekki fengið
nokkuS upp í kú. Þessi Jón var nokkuð kunnugur
þeim feðgum séra Hallgrími í Miklagarði og sonum
hans, séra Hallgrími á Hrafnagili og séra Einari i
Saurbæ, og fleirum efnamönnum, því hann var víða
vel kynntur, og hafði gott orð á sér alstaðar fyrir
17*