Blanda - 01.01.1928, Page 267
2ÓI
maður?“ „Já,“ kvað bóndi, og var nú dapur í bragði.
Séra Hallgrímur segir: „Farðu fram í Litladal, og
segðu honum Vigfúsi að láta þig fá kú.“ Bóndi
horfði á prest stórum augum og vissi ekki, hverju
hann átti að svara, og hélt, að honum væri ekki al-
vara, og kvaðst ekki geta gert það. Prestur verður
byrstur við bónda og segir: „Farðu strax, maður,
þú lifir ekki kýrlaus, og skilaðu frá mér, að eg hafi
sagt honum að láta þig fá strax kú, þú sért kýr-
laus.“ Bóndi lét sér þetta að kenningu verða, og fór
fram í Litladal, þó nauðugur væri, og skilar frá
presti orðrétt, eins og fyrir hann var lagt. Vigfús
hugsar sig lítið um og segir: „Kýrin er til, en hálft
verðið fyrir hana verður hann að láta mig fá, áður
en eg sleppi henni, og farðu og skilaðu þessu frá mér
til prests, og kom svo aptur, og lát mig vita, hvað
hann segir.“ Bóndi leggur enn hæla á bak og finn-
ur Hallgrím prest, og segir honum, hvað Vigfús hafi
sagt. Prestur brá sér hvergi og mælti: „Eg veit það,
farðu þarna í veggjarholuna, þar eru peningarnir
og torfuskekill fyrir framan, og færðu honum, eg
var búinn að taka þá til áður.“ Bóndi gerði þetta, og
var það ríflega hálft gripsverð, og bóndi fékk kúna
orðalaust, og var það góður gripur. Ekki er getið
um, að prestur og Vigfús hafi nokkurntíma minnst
á þetta sín á milli. Það héklu menn, að prestur hefði
helzt beinzt að Vigfúsi, því að hann átti flestar og
beztar kýr þar í sveit, og að bóndi mundi fá þar
góðan bjargargrip.
Það er sögn i Eyjafirði, að séra Hallgrímur lýsti
eitt sinn með hjónaefnum, sem áttu heima í Hólum
í Eyjafirði, en gleymdi bæjarnafninu, hvar þau áttu
heima. En þegar hann sagði amen, mundi hann eptir