Blanda - 01.01.1928, Page 269
2Ó3
Þetta er skrifaÖ upp eptir eyfirzkum sögnum af
Þorsteini Þorsteinssyni, fyrrum á Upsum, nú í
Glæsibæ, í september 1887.
Aths. í Almanaki Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1924 eru
fáeinar sagnir um séra Hallgrím Thorlacius, að mestu eptir
Sigluvikur Jónas í Lbs. 837 8vo, en þær eru aðrar en hér
eru skráðar, og færri miklu, en þar sem um hina sömu sögu
er að ræða, er frásögn Upsa-Þorsteins hér fyllri og eflaust
réttari, t. d. um grafskriptina, sem hér er eignuð nafngreind-
um höfundi, og eflaust réttilega frá því skýrt, hvernig hún
sé undir komin, en rangt hjá Sigluvíkur Jónasi, sem telur
hana lengri verið hafa, en liklega ranglega. Frásögn Þorsteins
virðist byggð á góðum heimildum víðast hvar, t. d. frá Ólafi
Briem á Grund o. f 1., er sáu og mundu séra Hallgrím. Mér
þótti því rétt að birta sagnir þesssar í heild sinni, þótt þær
séu ekki allar veigamiklar, en þær hafa þann kost, að lýsa
allgreinilega séra Hallgrími gamla í Miklagarði frá ýmsum
hliSum. H. Þ.
Skrítla.
Egill hét maÖur Þorbjarnarson, Húnvetningur að
ætterni, allheimskur og raupsamur. Var bræðrungur
við Sigurð og Jón Egilssyni, sem getið er um á bls.
285. Egill kom eitt sinn að Bólstaðarhlið, og fletti
upp bók; var það Vídalínspostilla, en einhver, sem
viðstaddur var, sagði að það væri Bósarímur. Egill
las um hríð, brosti við og mælti síðan: „Skrítinn var
Bósi karl,“ og sýndi það, að maðurinn var ekki læs,
en þóttist vera það.
[Eptir Húnvetningasögu í eign minni. H. í>.]