Blanda - 01.01.1928, Side 271
2Ö5
3° .... Eldspýtur í þennan tréstokk, tneð dragloki.
4°.... Kringlur í skjóÖuna.
Athugasemd:
Eg fékk melís í haust, úr Hafnarfirði, á 29 aura pund-
ið. Simplari og óhrjálegri melís fyrirfinnst ekki undir sól-
inni. TVeir molar fylgja, hér með til sýnis, í dálítilli dós.
Eg treysti því, að þessi fjandi fyrirfinnist ekki í Lefolii-
verzlun. Dósin umbiðst fyllt með púðursykur. Hún tekur
kannske allt að' því 1 pd. En bölvuðum molunum umbiðst
fleygt, fj..... til. Kandís-sykur nota eg aldrei. — E. S.“
II.....1905.
Umbiðst:
1 °.... Eitt pund af reyktóbaki.
2°.... Eitt pund af neftóbaki (= Ról).
3°.... Kvart pund (= J4) af munntóbaki.
4°.... Kringlur í þessa skjóðu.
5°.... Melís, í sívala kassann, niðurhöggvinn. En, ef nið-
urhöggvinn hvítasykur er ekki til, þá umbiðst sá,
scm lætur í ílát þetta, að höggva sykurinn, með öx-
inni, þannig, að sem mest komist í hann.
6°.... Vínarbrauð, í ferkantaða kassann. En, ef það er
ekki til núna, þá: tvíbökur, og umbiðst þá kassinn
hristur, svo að sem mest komist í hann. — (Bis-
cuits vil eg alls ekki. En Vínarbrauð er það bezta
brauð, sem fyrirfinnst i veröldu)............
Romm, á þennan 4 pt. kút. Þess skal getið, að eg 12.
desember fékk romm á þennan kút, en það var svo dauft,
að það var ails ekki brúkandi. Maðurinn, sem eg sendi
núna, getur borið um það. Ó.... í Þ.... fór þá fyrir mig.
Eg ætlaði að hafa gott toddý um jólin, en það fór á ann-
an veg. Eg skil ekki neitt í þessu..........“
Séra Eggert í Vogsósum segir sjálfur frá:
„Englendingur kom að Vogsósum. Eg sá, að hann var
fölur í framan og spurði hann því, hvort nokkuð gengi að
honum. „Diarræha 1“ svaraði hann. Eg hefi nú aldrei verið