Blanda - 01.01.1928, Page 272
266
sterkur í enskunni, og áttaði mig ekki strax á því, hvað
orðið þýddi. Greip eg þá, sem optar, til grískunnar; hún
hefur opt komið mér að góðu haldi í öðrum málum: „Dia“
þýðir gegnum; „rheejn" þýðir rennur (eða streymir). —
Þetta hvorttveggja eru grísk orð. — Af þessu sá eg, að
hér var um eitthvað að ræða, sem rann í gegn og að því
gæti ekki verið um annað að tala en innantökur; skitu,
equal dr....“.
Séra Eggert sagði, þá er talað var um það, hvort einn
eða annar, sem um var rætt, væri menntaður maður eða
þá lítt siðaður: „E.... í Gr...... er ekki „civiliseraður"
maður; hann þekkir ekki sennep! Það er Þ........ í N...
heldur ekki; nema síður sé, því hann heldur því fram, af
eintómri fávizku, að „Gamle Carlsberg" sé súr!“
Séra Eggert segir skrítlu:
Einu sinni var eg við kaþólska messugerð í Landakoti;
það var í gömlu kirkjunni, sem enn stendur fyrir vestan
spitalann. Presturinn tók nokkrar hræður til altaris og las
auðvitað allt á latinu, því þar þykir það koma sér betur, að
fólkið skilji sem fæst af því sem farið er með. En svo
breytti presturinn út af þessu, þegar hann fór að útdeila
sakramentinu, og sagði, um leið og hann útdeildi víninu:
„Eg drekk fyrir yður alla!“ og saup drjúgum á. Stóð þá
upp, utarlega í kirkjunni, norðlenzkur skúmur, dró pyttluna
upp úr vasa sínum, og sagði upphátt, svo allir heyrðu:
,,Ekki fyrir mig! Eg drekk fyrir mig sjálfur 1“ — „Mikj’
ass-koti var þetta gott,“ bætti séra Eggert við.
Úr „Syrpum“ séra Eggerts Sigfússonar.
(Safnað af J. P.).
Á hvítasunnudag 1904 voru við messu á Strönd (í Sel-
vogi) þessir menn frá Armeníu: Dermo Genna, Polas
Algas (og) Lazar Jagub. Hinn síðastnefndi hafði með-
ferðis þessa skýrslu: