Blanda - 01.01.1928, Page 274
268
er (eða hann er) allra versti ma'Öur! Dáfalleg útlegging
aö tarna! En svona förum vér með mörg orð, útlend, er
vér höfum ekki hugmynd um hvaða þýðingu hafa, en slett-
um þó og ^sláum um oss“ með, til þess að sýna skarp-
skyggni vora og þekkingu í öllu!!
Þegar skúmarnir verða ergilegir, þá kalla þeir prestana
„guðsmenn", en sjálfa sig „sóknarbörn".
Árið 1314 voru mikil harðindi. Vegna þess^ að fénaður
var mjög fallinn, varð manndauði mikill af hungri, og er
mælt, að 300 lík hafi þá verið flutt að Strandarkirkju.
Að éta fyrir sig fram og borga í hægðum sinum, er
hámóðins í flestum viðskiptum manna hér á landi. Einnig
að koma á framsóknar-frelsis-framfara-fundi, steypa þar
sápubólur, greiða atkvæði um margt og mikið og gleyma
svo framkvæmdum i flestu, þegar heim kemur í búskapar-
og skuldabaslið. — Þetta er ritað 1886.
Skúmar, aðkomnir að Vogsósum anno 1887:
Janúar 25, febrúar 92, marz 4, april 6, maí 43,
júní Ó2( .................................. = 232-
Júlí 75, ágúst 5, sept. 91, október 65, nóvember
14, desember 7 ............................ = 257
Skúmar alls: = 4^9
Þeir, sem komu úr Ölfusi og Selvogi, eru hér ekki taldir.
Lómar, aðkomnir að Vogsósum 1887:
Janúar 1, febrúar 1, marz o, apríl 1, maí o, júní 0, = 3'
Júlí 3, ágúst 3, september 5; október 2, nóvember
0, desember 0, ............................. = 13
Lómar alls: = 16