Blanda - 01.01.1928, Page 275
269
Til samanbur'Öar má geta þess, að á tímabilinu frá 6.
júní til 7. seþtember hafa komið að Hraungerði: 89 lóm-
ar. Ættu því að hafa komið þangað nál. 356 lómar allt
árið. Lærdómsríkt er þetta á marga grein, sé það borið
saman við Vogsósa.
Einhverju sinni var séra Eggert spurður á þessa leið:
,,Hvaða mælikvarða leggið þér á menn, þegar þér ákveð-
ið, hvort þeir skuli teljast „lómar“ eða „skúmar“? Er
það ekki erfitt verk og alveg út í bláinn?"
,fÚt í bláinnf!" sagði séra Eggert, „eða „erfitt verk.“
Nei, alls ekki! Ekkert hœgara og fátt ábyggilegra, því sjá-
ið nú til:
Þ...... í N. er ríknr maður, hugsar ekkertt nema um
kýr og kindur, les ekkert, nema eitthvert reyfara-rusl —
ef hann þá les þaS, — fer mcð ckkert, nema hrós um sjálf-
an sig og vill helzt heyra klámvísur og. eitthvað ljótt um
aðra og veit ekkert meira en hann hvutti þarna. Ergo:
Hann getur ekki verið annað en skúmur! Aptur á móti er
G.... í E.... fátœkur maður, sífellt hugsandi, um að
verða sér og öðrum til gagns og sóma; hann les allt sem
hann kemst yfir af góðum og fræðandi bókum og veit því
meira en jafnvel þeir, sem „lærðir“ eru kallaðir; hann er
svo vandaður til orðs og æðis, að honum hrýtur aldrei
blótsyrði og gerir engum mein. Þetta er rétt lýsing á þess-
um tveim mönnum og þannig má sjá athafnir og heyra
orð annara manna, og fara nær um innræti þeirra og
sálarástand. Sýnist yður þeir eiga heima í sama flokki, ef
maður annars vill vera að hafa nokkuð fyrir því, að „verð-
leggja náungann", en það gerum við, jafnvel án þess við
vitum af eða getum að því gert, og í sannleika sagt er
það alveg réttmætt — a. m. k. svona fyrir okkur sjálfa —
°g nauðsynlegt í mörgu falli. Eg hika því ekki við að telja
G.... í E.... einn í lóma-flokknum og vildi að sem flestir
væru eins og hann, en sem fæstir í hinum flokknum^ þar
sem Þ....... í N.. á með réttu heima."
„En hví gefið þér þeim þessi nöfn? Þau eru ekki laus
við að vera niðrandi, af því fólk skilur þau ekki.“