Blanda - 01.01.1928, Síða 276
2/0
„Alveg rétt! Fólkið skilur ekki; en einhver nöfn verð-
ur maður að hafa, og eg hef þessi nöfn fyrir mig. Ekki
væri betra að velja þeim meinlegri nöfn — þessi eru mein-
laus: Blessaðir fuglarnir! — T. d. erkibófa annan flokk-
inn, en engla hinn? Nei, við nöfnin er ekkert að athuga;
hitt er annað, hvort maður er nógu nákvæmur og nærfar-
inn um flokkaskipunina; en það fer eptir því, hve mikið
far maður gerir sér um það, að kynnast mönnunum nógu
vel, en það á maður að gera.“
Hvað er auSlegS? Margur er auðugur; þótt félaus sé.
Til eru menn, svo þúsundir skiptir, sem eru auðugir, þótt
þeir eigi ekki einn eyri í eigu sinni. Sá maður, sem er
vel af guði gerður, er auðugur: Sá, sem hefur gott hjarta,
góða heilsu og góða greind, er auðugur. Hraust bein eru
betri en gull; þróttmiklir vöðvar eru betri en silfur, og
fjörugar og stæltar taugar eru betri en fasteign. Það er
betra en stóreignir, að vera af góðu bergi brotinn. Það er
til gott kynferði og slæmt kynferði manna, eins og hunda
og hesta. Uppeldið getur miklu áorkað til að bæla niður
slæmar tilhneigingar og örfa góðar, en það er miklu meira
í það varið, að hafa fengið að erfðum góðar gáfur og
gott náttúrufar, til að byrja með lífsferilinn. Sá maður
er auðugur, sem hefur gott lundarfar, — sem er geðgóð-
ur, þolinmóður, glaðlyndur og öruggur.
Öskudagur (dies cinerum) heitir svo af því, að biskup-
arnir stráðu ösku yfir höfuð manna og sögðu: ,,Mundu
það, maður, að þú ert dupt og verður að dupti; gjör þu
iðrun, svo þú öðlist eilíft líf.“ (l. Mós. 3, 19)
Á skírdag fóru fram í fornöld margir þvottar. Margir
fóru í bað, einkum þeir, er áttu að skirast á laugardagm11
fyrir páska, og margir hlutir voru þá þvegnir, t. d. ölturu.
Þar af er komið norræna nafnið skíri Þórsdagur og skir-
dagur, þ. e. hinn hreini dagur.