Blanda - 01.01.1928, Page 277
271
Hver þeirra kvenna, sem lifðu í klaustrum, var kölluð
nunna (af koptversku orði „nonna“ = skírlif; en sú nunna,
sem var forstöðukona í klaustrinu, var nefnd móðir (amas)
og síðar abbadis (abbatissa).
Lord (lávarður) þýðir á engilsaxnesku þann; sem gefur
brauðið, þ. e. húsbóndinn. Lady, þann, er gengur um beina,
þ. e. þjónninn.
Fyrrum voru hreppstjórar kallaðir samkomumenn, og
voru þeir s í hverjum hreppi. í Jónsbók eru þeir fyrst
kallaðir hreppstjórar eða hreppstjórnarmenn.
Hreppsnefndarmenn: þ. e. ólaunaðir þrælar örbirgðar-
innar.
„Hin síðasta smurning" (unctio extrema) var í þvt
fólgin, að augu, eyru, nef, munnur, hendur, fætur og hægri
siða, var smurt í kross, — með ösku.
Meginhluti kirkjunnar, þ. e. allt rúmið frá þverrúminu
fram að fordyrinu, var kallað „skip“ (navis), og var svo
nefnþ bæði vegna lögunarinnar, en einkum þó vegna þess,
að kristileg kirkja var opt hugsuð sem „skip sálnanna“, í
ólgusjó þessa heims.
Hjá Dönum var einu sinni viðhaft hið svonefnda „Skuf-
fesystem": Fénu var skipt niður í margar skúffur eða hólf
og mátti ekki nota fé úr einni deildinni eða hólfinu, nema
til þeirra þarfa, sem það var ákveðið til. Gat því svo far-
ið, að í einu hólfinu væri nóg fé eða afgangur, en í næsta
hólfi fullkomin fjárþröng.