Blanda - 01.01.1928, Page 278
272
Sjö-talan var ein af hinum heilögu tölum (3, 9, 12) og
kemur hún viÖa fyrir í austurlenzkum átrúnaði og víðar.
T. d. sjö vikudagar, sjö spekingar Grikkja, sjö höfuðsynd-
ir, sjöstrengjuð harpa, sjö himnar (í Eddu voru þeir niu),
sjö múrveggir Ekbatönu, sjö hlið á Thebuborg, sjö hæðir
í Róm, Jerúsalem, Miklagarði og Lissabon o. v.
Þá er sérlegur guðsmaður deyr í kaþólsku kirkjunni,
getur páfi, eptir bráðabirgðarrannsókn á æfiferli hins látna,
lýst hann sælan (beneficatio). Er þá leyft áð veita hon-
um dýrkun sem heimilisdýrðling eða sveitardýrðling, eða
landsdýrðling. Siðar (50 árum þar frá) má taka hinn sæla
mann í dýrðlingatölu (canonisatio), og má upp frá því
dýrka hann. opinberlega í allri kaþólsku kirkjunni. Við
canonisatio er settur rannsóknarréttur, og skal þá sanna,
að tvö kraptaverk (a. m. k.) hafi orðið fyrir atbeina dýrð-
lingsins; er þá einn promotor fidei (þ. e. trúeflandi) skip-
aður í embættisnafni, að vefengja kraptaverkin og koma
fram með rök móti dýrðlingun hins sæla manns. Hann
kallast advocatus diaboli (þ. e. talsmaður djöfulsins) ; gegn
honum er skipaður advocatus Dei (þ. e. talsmaður drottins).
Kóraninn segir: Sá stjórnandi, sem veitir manni em-
bætti, ef annar í ríki hans er betur til þess hæfur, hann
syndgar gegn guði og þjóð sinni.
Deorum injuria diis curae: Brot gegn goðunum varða
goðin ein (þ. e. mennirnir eru ekki réttir aðilar sakar gegn
guðs boðum).
Napóleon sagði: „Ómögulegt!“ Það orS þekkist ekki 1
minni orðabók.
Verzlunina á Eyrarbakka fékk kaupmaður Johan Chr.
Sunckenberg, og keypti hann 25. júlí 1795 jarðirnar Ein-