Blanda - 01.01.1928, Síða 281
275
ingjana tvo: SigurS Magnússon dannebrogsmann a Skúm-
stöðum og Símon SigurÖsson stórbónda frá Yztakoti."
Símon var á ferð úr Grindavík inn í Garð eða Leiru, og
mætti manni, sem var á gagnstæðri leið. Þeir töluð'u sam-
an nokkra stund o. m. a. spyr Símon manninn, í hvaða
erindum hann sé til Grindavíkur.
Maðurinn segir: „Eg ætla að finna hann Jón minn í
K......, eða ætli hann sé ekki heima núna?“
„Jú,“ segir Símon, „en ef þú ætlar að hitta hann heima,
þá er ekki seinna vænna, því það á að jarða hann í dag!“'
Símon kom á bæ einn í Höfnum og var hann þá með
tvær hryssur, horaðar mjög. Hann hitti húsfreyjuna, aldr-
aða konu, bogna mjög í herðum, eða jafnvel með herða-
kistil. Konan segir: ,,Hvaða ósköp er að sjá drógarnar
þínar, maður, þær eru grindhoraðar!“
„Og læt eg það nú vera, hvað horaðar þær eru,“ segir
Simon, ,,ekki eru þær farnar að setja upp kryppuna enn.“
Símon mætti manni á förnum vegi og gaf honum að súpa
á brennivíns-potttunnu, sem hann var með. Símoni þótti
maðurinn súpa helsti mikið á, og segir:
„Þú gerir svo vel að skirpa út úr þér gjörðunum, þvf
ekki rennir þú þeim þó niður, þó þér þyki það gott, sem
á kútnum er.“
Símon og Þórdís kona hans urðu einhverju sinni saup-
sátt, og lét hún dæluna ganga, svo að Símon kom engu
orði fyrir sig. Loks, er kerlingin var orðin sem æfust, en
varð að taka sér hvíld, til að draga andann, sá Símon sér
færi á, að leggja orð í belg og sagði:
„Þú lætur mig vita, Þórdís mín, þegar þú heldur a.ð
þér ætli að fara að þykja.“
18*