Blanda - 01.01.1928, Page 283
2 77
maÖur hans hafði um hann sagt, en hitt rógur einn
og ýkjur, og var ekkert á afsetningu minnst.
Þetta hefur roskin kona úr Fljótsdalshéraði, Ólöf
Helgadóttir, sagt mér 30. ágúst 1918. Biskupinn hef-
ur verið Hannes Finnsson. Hann visitera'Öi í Múla-
sýslum 1779 (þá var séra Grímur sextugur að aldri)
og stendur það heima, að biskup visiterar á Eiðum
22. ágúst, en á Hjaltastað næst eptir hinn 23., og þar
undirskrifar þá séra Grímur visitasíuna. Hefur bisk-
up líklega farið frá Eiðum hinn 22. síðari hluta dags
og gist á Hjaltastað næstu nótt. Það er því senni-
legt, að sögn þessi sé fullkomlega sönn, og sýnir
hún keskni séra Gríms og glettur. Ekki er þess getið,
hvort bskup hafi síðar komizt að því, að smalamað-
urinn og presturinn væru einn og sami maður, en
hugsanlegt er, að hann hafi orðið þess áskynja og
haft gaman af.
Séra Grímur andaðist 21. nóv. 1785, 66 ára gamalk
Hann var dável skáldmæltur, en þótti keskinn í kveð-
skap sínum og nokkuð klúryrtur, þá er svo bar undir,
en fátt er nú kunnugt af því. Honum er eignað að
hafa klykkt út með þessu versi á stólnum:
„Úr hrosshóf bölvunar heiminum
herra drag nagla smá,“ o. s. frv.,
sem prentuð er í ísl. Þjóðsögum I, 293. í handriti í
Lbs. 852 4to III, bls. 181 er séra Grími „að austan“
(þ. e. séra Grími Bessasyni) eignaður síðari hluti
vísunnar:
„Ýlir þín af sulti sál,
sólarlaus um næstu jól“,
en fyrri hlutinn þar eignaður Umferðar-Eiríki (þ. e.
Eiríki Rustikussyni eystra), og er þar svo (hefur
átt að vera ortur við séra Grím) :