Blanda - 01.01.1928, Page 285
Sýnishorn af umsóknarbréfi.
Það var áriÖ 1844, aÖ danskur maður, Peter Beder
að nafni, sótti um sýslumannsembættið í Norður-
Múlasýslu, og var almælt, að hann ætti að fá
veitingu fyrir sýslunni, þótt um hana sæktu þá 7 ís-
lenzkir lögfræSingar, flestallir úrvalsmenn, svo sem
Brynjólfur Pétursson, Jón bróðir hans, Jörgen P.
Havsteen, Oddgeir Stephensen, Kristján Kristjáns-
son og Eggert Briem. Beder þessi var þá nær hálf-
fimmtugur að aldri, og hafði fyrir 20 árum tekið
lítilsháttar danskt lagapróf (,,kúsk-próf“) er kallað
var, og hafði lítt unnið sér til frama síðan, verið
ráðsmaður um hríð á búgarði nokkrum, en þá hætt-
ur því starfi. Rentukammerið mælti með honum til
embættisins, en með því að hann kunni ekkert í ís-
lenzku, þótti stjórninni vrðkunnanlegra, að hann afl-
aði sér til málamyndar einhverrar þekkingar í mál-
inu, áður en honum væri veitt embættið. Hvernig
sá lærdómur hafi gengið, sést bezt á endanlegri um-
sókn Beders, er hann reit á íslenzku(!), og er svo-
látandi, orðrétt og stafrétt [eptir afskript í safni
Jóns Sigurðssonar 520 4to í Landsbókasafni] :
Til konungs.
Eptir _boð yðvart, herra konungur, hef ek (um nokkurn
tima) uppfræðing sokt í íslendsku túngu (og) ekki sparit
(þar til) iðni né (atorku), né heldur kostnaS (eg hefi og)