Blanda - 01.01.1928, Side 293
287
með þjósti við mann sinn: „Eg segist segja þér það, séra
Þorleifur minn, láttu hana burtu, hún sneri bakhlutanum
að mér.“ Prófastur mælti — ;,með ógnar hsegð og still-
ingu, því honum var svo mikil raun að henni" (sagði
Guðrún) : „Láttu ekki svona, kona. Guð á allan manninn,
jafnt í bak og fyrir.“
2. Þá er hestar voru á hlaðinu í Odda, spurði madama
eina vinnukonu sina: „Hvað heitir það, sem hesturinn
pissar með?“ Stúlkan svarar hispurslaust: „Það heitir
skökull." Madama snýr sér þá snúðugt að manni sínum
og mælti, með sínu vanalega orðtaki: „Eg segist segja þér
það, séra Þorleifur minn. Láttu hana burtu, því hún talar
klúrt. Prófastur mælti: „Hún sagði ekki nema það sem
satt var, og ekki þurftir þú að spyrja.“
3. Á Oddabúinu var eitt sinni kvígini, bæði stórt og
feitt. Vinnumennirnir hentu gaman að hégómaskap madöm-
unnar, og notfærðu sér hann með ýmsu móti. Meðal ann-
ars sögðu þeir henni, að graðungur hefði gerzt heldur
óskemmtilega nærgöngull við kvíguna og saurgað hana.
Skipar hún þeim þá að drepa kviginið og dysja það með
öllu saman. Þóttust þeir hlýða; en sjálfir fengu þeir, og
kotungarnir kringum Odda, feitt slátur og lystuga ketbita.
4. Á sláturtíma, að kveldi dags, kom madaman í eld-
húsið, litur í pottinn á hlóðunum — sem var stór og full-
ur af slátri — og spyr: „Hvað hangir þarna við potts-
eyrað"? „Kokkapía" svarar: „Það eru eistun af hrútun-
um, sem skornir voru í dag.“ Þá svarar madama af mikl-
um þjósti: „Eg segist segja þér það, fleygðu öllu úr pott-
inum út fyrir tún, eða út í hana Rangá." — „Kotungar
höfðu gott af þessu" — sagði Guðrún.
5. Madaman var árrisul, og gekk stundum um svcfn-
skála pilta, áður en þeir komu á fætur. Færðu þeir sér
það í nyt og til gamans með ýmsu móti. Eitt sinn á þann
hátt, að allir létust sofa, og einn þeirra lagði tram á rúm-
stokkinn limi þá, sem helzt er leyndum haldið („allt sem
undir honum var, alla pyngjuna," var G. vön að segja).
Þegar madaman sá þetta, tók hún af sér silkiklút og breiddi
yfir. Fór svo til manns síns og sagði við hann: „Eg segist