Blanda - 01.01.1928, Page 296
290
sakir yfirsjónar hans (drykkjuskaparhneykslis).
Hversu lengi séra Jón hafi veriÖ þar aÖstoðarprest-
ur sést ekki með vissu, en 1663 er hann hættur þjón-
ustu þar. Kom hann þá fram á héraðsprestastefnu,
er Brynjólfur biskup hélt á Egilsstöðum á Völlum
1. sept. 1663, og tókst þá á hendur prestsþjónustu
í Eiðaþingum, er séra Hinrik Jónsson var þá frá
dæmdur. Jafnframt tók séra Jón að sér að annast
Mjóaf jarðarþing, eptir því sem hann kæmi því við
og unnt væri á vetrardag, en 3. hvern helgan dag á
sumrum, og hafa þaðan allar prestskyldir. En bisk-
upinn og prófasturinn (séra Vigfús Árnason á Hofi)
lofuðu að hjálpa honum til frama, þá er tækifæri
gæfist, ef hann stæði vel í þessu embætti sínu.
Skömmu síðar (líklega 1664) kvæntist séra Jón þar
eystra Ragnhildi Eiríksdóttur, ekkju, en þá vildi svo
óhappalega til, að hið fyrsta barn þeirra hjóna þótti
koma heldur snemma i heiminn, og var séra Jóni þá
vikið frá prestsskap um sinn á prestastefnu, er haldin
mun hafa verið snemma árs 1665, en þó skotið til úr-
skurðar æðri yfirvalda, hvort hann mætti halda áfram
að þjóna prestsembætti. Hafði prestur viðurkennt þar
sök sína, og þvi verið settur frá kallinu. Fór hann
um veturinn 1665 sjálfur suður i Skálholt á fund
biskups, er gaf honum meðmæli til Tómasar Niku-
lássonar umboðsmanns á Bessastö'Sum, og hjá hon-
um fékk séra Jón þann úrskurð 10. apríl 1665, að
hann mætti halda áfram að þjóna prestakalli sínu
(Eiðum og Mjóafirði), en síðar skyldi taka eiða um
það, hvort barnið hefði verið fullburða eða ekki,
og þennan úrskurð samþykkti biskup 24. s. m. En
nú hafði séra Jón snúið við blaðinu og í umsókn
sinni til Tómasar Nikulássonar harðlega neitað öllu
samræði við konu sina milli kaups og festa, og hélt