Blanda - 01.01.1928, Page 297
291
því fast fram upp frá því, en hinir fyrirskipuÖu
eiíSar voru ekki teknir. Hélt prófastur aptur presta-
stefnu um þetta mál 15. sept. 1665, en séra Jón
hafði þá ritaÖ Hinrik Bjelke bænarskrá og sendi
hana beint til hans, enda leyfði biskup honum að
halda áfram prestsþjónustu, þangað til bréf höfuðs-
manns kæmi, en réð honum að fara spaklega og
egna ekki prestana um of gegn sér. Kom þetta mál
svo fyrir alþingisprestastefnu 30. júní 1666, en með
því aS svar höfuðsmanns var þá ekki komið, var
séra Jóni, samkvæmt beiðni hans, leyft að þjóna
þangað til það kæmi. Og með konungsbréfi 6. júlí
1667 fékk séra Jón uppgjöf sakar og var leyft að
halda brauðinu. En í þessum útistöðum sínum hafði
séra Jón vanrækt svo prestsþjónustu í Mjóafirði 1664
—1666, að sóknarmenn kærðu það og fengu leyfi
biskups til að fá sér annan prest 1667. Fram að
þessu hafði Brynjólfur biskup verið hlynntur séra
Jóni og stutt mál hans á ýmsan hátt, lánaS honum
(1670) 20 rd. til að innleysa uppreisnarbréfið og
30 rd. smátt og smátt, en tregt varð um greiðslu
hjá séra Jóni, og krafði biskup hann opt, en prest-
ur lofaSi ýmist að borga og efndi ekki, eða hann
svaraði engu góðu um, og þykktist biskup mjög við
það. 30. apríl 1671 kölluðu sóknarmenn á Desjar-
mýri séra Jón til prests þar, og sögðust opt hafa
heyrt hann prédika og getizt vel að. Kosningu þessa
samþykkti biskup 10. júní s. á., og veitti séra Jóni
þá Desjarmýri, en lét samt umboðsmann sinn í Aust-
fjörðum jafnframt vita, að fullkomið veitingarbréf
fengi séra Jón ekki, fyr en hann innleysti uppreisnar-
bréf sitt. Hafði séra Jón lofað biskupi öllu fögru
um skilvísa greiðslu, þá er hann bað um samþykki
hans á kölluninni til Desjarmýrar, og lofaði, að biskup
skyldi fá 5 hndr. í jörðinni Gilsárvelli fyrir 50 rd.
19*