Blanda - 01.01.1928, Síða 298
292
En á þessu urÖu engar efndir, þá er séra Jón var
kominn atS Desjarmýri. HarÖnaði nú deilan milli hans
og biskups út af þessum skuldaskiptum, því að séra
Jón færðist undan að afhenda biskupi jarðarskik-
ann, og hafði ýmsar viðbárur. En þá var biskupi
nóg boðið, og skammaði séra Jón fyrir hræsni, smjað-
ur og hrekki, þykist sjá, bvern mann hann hafi að
geyma, og þótt hann vilji ekki minnast velgerða sinna,
þá skuli hann minnast embættiseiðanna o. s. frv.
Var það haustið 1673, sem biskup gekk harðast að
presti, hótaði honum lögsókn og lét umboðsmann
■sinn lesa kröfu sína yfir honum, er var gert 3. febr.
1674, og lofaði þá séra Jón greiðslu i fardögum,
en þar varð lítið úr, því að þennan vetur (1673—
1674), er var mjög harður, stráféllu öll kúgildi Desj-
armýrarkirkju, auk alls fénaðar séra Jóns og konu
hans, en hann leið sjálfur hungur og sára neyð, ásamt
fólki sínu, svo að nærri lá, að hann færi á vergang;
missti hann og nokkur börn sín úr harðrétti. Var
þá lítillar borgunar að vænta af presti, eptir þetta
áfall, en samt hélt biskup áfram að krefja hann, og
ritaði honum langt bréf 4. nóv. 1674; lýsir hann þar
viðskiptum þeirra að undanförnu, og þykir prestur
hafa illa launað sér margskonar stuðning og hjálp
í vandræðum hans, þvi að auk þess, sem hann hefði
selt sér jarðarhlutann í Gilsárvelli í heimildarleysi,
hefði hann leikið sér annað „hvimpungsbragð", með
því að kaupa hálfa jörð (Hvalvík) af ekkju (Þor-
björgu Steingrímsdóttur), lofa henni borgun, en
svíkjast um það, en selja sér jörðina fáum dögum
síðar, og innleyst með því uppreisnarbréfið, en þá
■er hallærið dundi yfir í Múlaþingi, með hungri og
manndauða (veturinn 1673—1674) hefði ekkja þessi
leitað liknar hjá umboðsmanni biskups, og hann hefði
keypt af henni þennan Hvalvíkurhluta fyrir hönd