Blanda - 01.01.1928, Side 299
293
biskups, svo a'ð biskup kveðst hafa tvíborgað hann
og reiknar séra Jóni alls til skuldar 18 hndr. og 90
álnir; eigi því prestur tvo kosti fyrir höndum: ann-
aðhvort að verja sig með lögum fyrir prófastsréttar-
dómi, eða gefa sér vottfasta viðurkenningu fyrir rétt-
mæti allrar þessarar skuldar, með loforði um svika-
lausa greiðslu ,,upp á trú og æru“ hið allra fyrsta,
sem hann geti, og minnir biskup hann að síöustu á,
að athuga, hvemig honum hafi farizt við yfirmann
sinn og velgerðamann, gera yfirbót, en reyna ekki
að fegra illt mál og „hampa syndum í barmi sér“.
Sendi biskup þá umboðsmannni sínum (Bjarna Ein-
arssyni eldra) langt skuldbindingarskjal, er séra Jón
skyldi undirrita, en hann neitaði því, með því að
það væri svo stranglega stílað, einkum um óheimild
hans á Gilsárvallarpartinum m. m., en lofaði samt
góðu um borgun. Var þetta í ársbyrjun 1675, og séra
Jón þá ráðinn í að fara frá Desjarmýri. Var biskupi
kunnugt um, að prestur mundi vera í mikilli skuld
við Desjarmýrarkirkju, sem ekki var útlit fyrir, aS
hann gæti borgað, en samt leggur biskup fyrir um-
boðsmann sinn (11. marz 1675), að ná því, sem
hann geti hjá séra Jóni, þótt honum síðar verði ef
til vill gert að skyldu að skila kirkjunni fullvirði
þess aptur. Mat biskup þar meira að ná i bili ein-
hverju af eigin skuld sinni, þótt hann vissi, að Desjar-
mýrarkirkja yrði fyrir skakkafalli, sem einnig varð,
því að séra Jón flosnaði upp sem öreigi frá Desjar-
mýri vorið 1675, skildi þar við staðinn niðurníddan,
brenndan og allslausan í eyði, því að öll kúgildi stað-
ar og kirkju voru áður gerfallin. Fór hann um sum-
arið suður í átthaga sína í Skaptafellssýslu. Það
sumar andaðist Brynjólfur biskup, og hafði ekki
fengið skuld sína greidda hjá séra Jóni, enda féll
sú krafa niÖur, því að ekkert var af presti að hafa.