Blanda - 01.01.1928, Side 301
295
Sigur'Öi og Helgu ÞórÖardóttur konu hans, að vera
til altaris hjá öðrum presti, því að Sigurður hafði
afsagt að þiggja kennimannlega þjónustu af séra
Jóni fyrir sig, konu sina og heimilisfólk. Kom þetta
málefni fyrir alþingisprestastefnu 1683, og þóttu
kærur Sigurðar gegn presti utan kirkju og innan
lítilsháttar og ályktað, aö Sigurður og heimilisfólk
hans væri skyldugt að þiggja kennimannlega þjón-
ustu af séra Jóni, meðan löglegar sakir, er vörð-
uðu embættismissi, kærnu ekki fram gegn honum,
en báðir málsaðilar áminntir um sátt og samlyndi.
Hjaðnaði svo þessi deila niður. Er svo hljótt um
séra Jón þangað til um 1700, að hann tók að skipta
sér af málum séra Gissurar Bjarnasonar i Meðal-
landi, og tók Pál á Fljótum, bróður hans, til altaris,
án leyfis hans, þó samkvæmt boði prófasts, en neit-
aði að taka séra Gissur og konu hans til altaris,
gerði sig beran i beinni óvild við séra Gissur, og
kærði hann fyrir helgidagsbrot á kyndilmessu (2.
febr.) 1701, er séra Gissuri varð meðal annars til
falls á alþingisprestastefnu um sumarið, en þar
ályktað, að séra Jón skyldi fá opinbera áminn-
ingu þar á prestastefnunni fyrir ógætileg afskipti sín
af málinu; höfðu þeir kært hvor annan, séra Gissur
og séra Jón, og var þeim skipað að biðja hvorn ann-
an fyrirgefningar, en séra Gissur dæmdur frá kall-
inu, og prófastur (séra Þorleifur Árnason) stórsekt-
aður, svo að þetta mál varð engurn þeirra til frægðar.
Þá var séra Jón hálfáttræður að aldri, er mál þau
hófust, sem hann er orðinn kunnastur fyrir, og voru
einn aðalþátturinn í hinni miklu ósátt og óvináttu
þeirra Jóns biskups Vídalíns og Odds lögmanns Sig-
urðssonar. En upphaf þessara mála séra Jóns var
það, að hann hafði í heimildarleysi veitt Ólafi Ólafs-
syni, fyr presti í Eyvindarhólum, opinbera aflausn