Blanda - 01.01.1928, Page 302
296
2. ágúst 1711, en sérstaklega þó það, að séra Jón
hafði ritað Rannveigu Sigurðardóttur, vinnukonu
sinni, bréf 5. okt. 1710, og neitað að taka hana til
altaris eða leynilegrar aflausnar, sakir „hvatskeytilegs
launhvarfs kviðþykktar hennar", og að hann og fleiri
hafi grunað, aS hún hafi „farið óskaplega með sín
efni“, þ. e. aðdróttun um, að hún hefði boriö út
barn sitt. Fyrir þennan ósæmilega áburð prestsins
sór Rannveig eið ,fyrir Ólafi sýslumanni Einarssyni
1711, og 1. okt. s. á. hélt héraðsprófasturinn (séra
Einar Bjarnason á Prestsbakka) rannsókn um þetta
á Þykkvabæjarklaustri, og var málinu þar skotið til
alþingisprestastefnu. Prófastur ætlaði og að halda
prestastefnu um þetta mál 28. apríl 1712 á Núpstað,
en þá neituðu prestarnir að taka nokkra ályktun í
því og voru sektaðir fyrir þá óhlýðni á alþingis-
prestastefnunni 18. júlí 1712. Þar var séra Jón þá
dæmdur frá kalli sínu (en ekki prestsskap) bæSi fyr-
ir aflausn séra Ólafs, en sérstaklega fyrir bréfið til
Rannveigar, og var hann dæmdur til að greiða henni
1 hndr. í rétt sinn og prófasti i/2 hndr. í kostnað
hans. Sendi biskup þegar prófasti dómsályktunina
til birtingar fyrir séra Jóni, og gerði ráðstöfun fyrir
prestsþjónustu í kalli hans til haustsins, en að vetr-
inum til gæti verið, að hann leyfði séra Jóni að skíra
börn og þjónusta sjúka í nauðsyn, þá er ekki yrði
auðveldlega náð til annara presta, en næsta vor mundi
hann geta fengið Beruf jarðarþing, ef hann vildi sækja
um þau. KveSst biskup vorkenna honum gömlum og
félitlum manni. Birti prófastur svo séra Jóni dóm-
inn 7. ágúst, og hætti séra Jón þá þegar allri prests-
þjónustu samfleytt 8 sunnudaga eða til 29. sept., að
hann fékk bréf frá Oddi lögmanni, fulltrúa stipt-
amtmanns og Páli Beyer, ds. á Leirá 3. sept. (1712),
þar sem þeir skipuðu honum „herra biskupsins Mag.