Blanda - 01.01.1928, Síða 304
298
klausturskirkju, að honum nauðugum, meÖan dómur-
inn frá 1712 væri ekki staðfestur af konungi. Um
sömu mundir (6. des. 1714) lýstu og 4 sóknannenn
hans því skriflega yfir, að þeir skyldu halda séra
Jón sem réttan sóknarprest og þiggja af honum alla
prestsþjónustu, meðan hann héldi henni áfram, og
fyrir þetta stefndi biskup þeim fyrir alþingispresta-
stefnu, og lét sekta þá þar (1717) um 4 merkur hvern
til konungs, fyrir hin dirfskufullu orð, er þeir hefðu
skrifað. En séra Jóni sjálfum stefndi hann (12. apríl
1715) til allsherjarprestastefnu sama ár, til að þola
dóm fyrir þá ofdirfð, að þjóna kallinu, sem hann
hafi verið dæmdur frá, og hafi þó engan konungs-
úrskurð eða áfrýjunarstefnu fengið. Kom svo málið
fyrir alþingisprestastefnuna 16. júlí 1715, og bauðst
Páll Beyer þar til andsvara fyrir séra Jón, en þá
var lesin upp skipun frá Oddi lögmanni (ds. 15. júlí),
að með því að biskup væri sakaraðili í málinu og
séra Jón hefði sent bænarskrá til konungs 1713, þá
skyldi málið ekki takast fyrir í það sinn þar á presta-
stefnunni, meðan úrskurður konungs væri ókominn,
og þótt biskup andæfði þessu og vildi láta dæma
málið, þá var samt samþykkt, að fresta mætti endan-
legum dómi í það sinn, en séra Jón skyldur að koma
á næstu alþingisprestastefnu 1716, en ekki kom séra
Jón þangað, en sendi langt varnarskjal, er Beyer lagði
fram fyrir hönd hans í réttinum. Var Oddur þá
sigldur, en umboðsmaður hans Lárus Scheving sýslu-
maður gaf þann úrskurð í synodalréttinum (13. júh
1716) , að séra Jón skyldi greiða 1 hndr. á landsvísu til
Klausturhólaspítala fyrir yfirsjón sína, vera hlýðinn
yfirvöldunum, einkum biskupi, og gera ekki neitt
hneyksli af sér, og ef hann héldi það, mætti hann
halda prestlegu embætti. En biskup og prestarnir
vildu alls ekki fallast á þann úrskurð, enda höfðu