Blanda - 01.01.1928, Page 305
299
þeir nú lausari hendur, er Oddur var hvergi nærri.
Haf'ði séra Jón í varnarskjali sínu ekki talið sér
skylt a<5 svara til sakar fyrir allsherjarprestastefnu,
hann hefði aðeins hlýðnazt skipun æzta yfirvalds
í landinu, að halda áfram þjónustu brauðsins, og
mundi halda sér við hana, en biskup gæti ekki verið
yfirdómari í þessu máli sínu m. fl. En biskup og
klerkarnir dæmdu þá 14. júlí 1716, að séra Jón ætti
að svara til sakar fyrir rétti þeirra, með því að hann
hefði verið dæmdur frá kallinu 1712 og ekki hlýðn-
azt þeim dómi. Var hann svo dæmdur algerlega frá
prestsembætti, og skyldi afklæðast prestslegum bún-
ingi og reiknast í veraldlegri stétt eptirleiðis. Þá er
þessi dómur var fallinn og Oddur út kominn um
haustið 1716 stappaði hann stálinu í séra Jón, að
hann skyldi tafarlaust áfrýja dómi þessum til hæsta-
réttar, og vera hvergi smeikur, því að hann kveðst
skuli flytja málið fyrir hann og útvega honum gjaf-
sókn, og svo geti enginn dæmt hann frá embætti
nema hæstiréttur, en biskupi muni verða illa við,
að málið fari þangað, því að hann vilji ekki hafa
mál fyrir dómstóli í Danmörku. Kveðst Oddur hafa
haft töluverð óþægindi af máli séra Jóns og allmikla
fyrirhöfn, en séra Jón skuli senda hjartnæma bæn-
arskrá konungi eða stiptamtmanni, því að þeir hafi
vald til að stilla framhleypni biskups, en séra Jóni
muni öldungis óhætt að halda kjólnum og þjóna
prestsembætti, þangað til úrskurður konungs komi
(sbr. bréf Odds til séra Jóns 8. des. 1716). Tilkynnti
svo Oddur biskupi, að prestur hefði áfrýjað eða
mundi áfrýja synodaldómnum, en biskup þóttist ekk-
ert til þess vita, og mundi að eins gert til að draga
málið, og að ráðum Odds gert (sbr. bréf biskups
til Odds 17. febr. 1717). En sumarið 1717 fékk bisk-
up bréf frá stiptamtmanni, er tilkynnti honum, að